Heimili og skóli - 01.04.1970, Síða 22
nefndu fráhvarfseinkenni eins og svefnleysi,
taugaveiklun, skortur á einbeitingu, höfuð-
drungi og þess háttar birtist aðeins hjá fá-
um og eru tímabundin. Það ætti enginn að
gefast upp við að reyna aðeins vegna þess
að hann trúir því að ekki sé hægt að sigrast
á vananum. Það er tvímælalaust eftirsókn-
arvert markmið að taka ákvörðunina. Venju-
legur reykingamaður er ekki að neinu leyti
andlega frábrugðinn þeim, sem þegar hafa
afneitað sígarettunni. Sá, sem hefur hætt að
reykja er á engan hátt frábrugðinn okkur
hinum.
Nýtur ávinningsins.
Ef þú hefur viðurkennt með sjálfum þér,
að það sem sagt hefur verið nú séu fullgild
rök til að hætta reykingum, ættirðu að hugsa
um hinn beina ávinning af því. Rannsóknir
sýna, að algengasta orsökin til þess að fólk
hættir að reykja, er, að það þráir að losna
við þau líkamlegu og andlegu óþægindi,
sem fylgja reykingunum. Við getum því
sagt, að sú tilfinning að búa við aukið heil-
brigði, vellíðan og hæfni, sé mikilsverður
ávinningur, sem fylgir því að hætta reyk-
ingum. Ef þú ert með reykingahósta hverfur
hann, þú andar léttara, kvefast miklu síður
og höfuðþyngslin og slæmska í lungum og
hálsi eru miklu sjaldgæfari.
Skemmdirnar hverfa.
Starfsemi öndunarfæranna fer batnandi
vegna þess að um leið og líkaminn er laus
undan áhrifum eitursins, endurheimtir hann
hæfileikann til að byggja upp og endur-
bæta, það sem búið var að skemma. Til þess
að skilja þetta, verðurðu fyrst að skilja eðli
þeirra skemmda, sem reykingarnar valda í
lungum þínum. Loftbrautir lungnanna eru
þáktar örfínum bifhárum (cilia). Ætlunar-
verk bifháranna er að sópa burtu öllu fram-
andi efni og óhreinindum, sem berast niður
í lungun með andrúmsloftinu, svo að þau
séu hrein og starfsemi þeirra óskert. En
sígarettureykurinn lamar bifhárin og með
árunum minnkar starfshæfni þeirra svo að
lokum hverfur hún alveg úr sögunni. Þegar
þetta er skeð, eru vefir lungnanna orðnir
varnarlausir gegn áhrifum tjörunnar af
sígarettureykingunum, en hún sezt að í öll-
um göngum loftveganna. Með tímanum geta
þessi efni lokað vissum svæðum lungnanna,
en það hefur alvarlegar afleiðingar, orsak-
ar lungnakvef og lungnaþembu, sem lamar
<
2
Z
<
-i
ÐC
<
o
o
o
d
o
_J
§
LU
Z
•<
s<
-j
o
u.
w
o
D
<
O
DAUÐSFÖLL REYKINGA -
MANNA AF VÖLDUM
LUNGNAKRABBAMEINS
REYKM ENN
HÆTTU FYRIR MINNA EN
10 XRUM
HÆTTU FYRIR MEIRA EN
10 Arum
■ 24
ALDÍREI REYKT REOLULEOA
| 10
'ROYAL COLLEGE OF PHYSICIANS
REPORT.
42
HEIMILI OG SKÓLI