Heimili og skóli - 01.04.1970, Side 23
heilsuna og gerir fólkið óstarfhæft. En jafn-
vel þótt koniið sé á þetta stig og svo framar-
lega sem krabbamein hefur ekki myndazt,
hefjast endurbætur og uppbygging um leið
og reykingarnar stöðvast. Þessi endurnýjun
lungnanna er varanleg og hrekur algerlega
þá röksemdafærslu, að nú sé orðið tilgangs-
laust að hætta, vegna þess að eyðileggingin
sé þegar skeð og ef það eigi fyrir manni að
liggja að fá krabbamein í lungun komi það
hvort sem er. Taflan sýnir, að hættan á að
fá lungnakrabbamein rénar stórkostlega sé
reykingum hætt, og það þótt reykt hafi ver-
ið árum saman.
Onnur umbun.
Hverra frekari hagsmuna nýtur sá, sem
ekki reykir? Hjá mörgum vex áhrifamáttur
þeirra á aðra. Til dæmis skoða margir for-
eldrar og kennarar það sem skyldu sína að
reykja ekki vegna fordæmisins, sem það
gefur börnunum. Sama gildir um lækna,
sem hafa hætt reykingum, vegna þess að
þeir finna sig betur setta, þegar þeir þurfa
að gefa sjúklingunum ráð. Fjárhagslegi
ávinningurinn er talsverður. Upphæð, sem
nemur 11 þúsund krónum á ári fer í sígar-
ettur hjá venjulegum meðalreykingamanni.
Sú upphæð getur hæglega tvöfaldazt hjá
mörgum. Það er hreint ekki óverulegur hluti
af launum fólks með meðaltekjur. Flestum
er það mikilvæg uppbót fyrir ánægjuna af
reykingum að njóta betur matar og drvkkj-
ar, þegar ilman og smekkur kemst í eðlilegt
horf. Loks er það flestum mikill fengur að
hafa tekið völdin af sígarettunni, það eykur
sjálfstraustið. Mörgum er það miki] full-
næging að hafa náð því, sem vinir þeirra
og vandamenn töldu ógerlegt.
HEIMILI OG SKÓLI
Árangur byggist á hugarástandi.
Margir lesendur þessarar greinar munu
gera sér vonir um að fá einhverja raunhæfa
áætlun um, hvernig eigi að hætta reyking-
um. Því miður eru engar slíkar áætlanir til,
sem koma að verulegum notum. Margar
rannsóknir og tilraunir hafa verið gerðar
til að hugsa upp slík ráð. Hið veigamesta,
sem þau heilabrot hafa leitt til er, að
ákvörðun reykingamannsins að hætta reyk-
ingum sé það, sem langmest ræður um úr-
slitin og aðferðin, sem notuð er, skiptir
nauðalitlu um hvernig til tekst. Það sem
sagt hefur verið eru rök, sem öll mæla með
því að afneita sígarettunni með öllu. Til-
raun í þá átt að gefa þér fullgilda ástæðu
til að hætta reykingunum. Sértu nú í réttu
hugarástandi til þess, kunna þessar ábend-
ingar að vera notsamar.
Bj. Bj.
KRABBAMEINSFÉLAGIE
43