Heimili og skóli - 01.04.1971, Blaðsíða 5

Heimili og skóli - 01.04.1971, Blaðsíða 5
Heimilí * C£ og i Ov skóli | TÍMARIT UM UPPELDISMÁL UTGEFANDI: KENNARAF ÉLAG EYJAFJARÐAR Ritið kemur út í 6 heftum á ári, minnst 24 síður hvert hefti, og kostar órgangurinn kr. 150.00, er greiðist fyrir 1. júlí. — Utgófustjórn: IndriSi Ulfsson, skólastjóri, (óbyrgðarm.). Edda Eiríksdóttir, skólastjóri. Jóhann Sigvaldason, kennori AfgreiSslu- og innheimtumaSur: Guðvin Gunnlaugsson, kennari, Vanabyggð 9, Akureyri. PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR INDRIÐI ÚLFSSON: FYRRI HLUTI Upphaf barnafrœðslu í skólum, áhrif og þróun Hugleiðingar ó 100 ára afmæli barnafræðlunnar á Akureyri Upphaf er til alls fyrst SENN ERU 100 ár síðan barnaskóli var stofnaður á Akureyri. Til þess tíma nutu menn tilsagna á hnjám aldraðra eða var leiðbeint af öðru lítt vinnufæru fólki. Þar fyrir utan, áttu örfáir því láni að fagna, að fara í „skóla“ til presta og gjarnan urðu þau ungmenni til þess að hljóta frekara nám í skólum. Alþýðan taldi námið fjármuna og tímasóun, sem stuðlaði fremur að leti og ómennsku. Þó mun slíkur hugsunarháttur ekki hafa verið algildur. Marga fýsti til náms, en höfðu ekki þau efni er þurftu eða skilning þeirra, er leita varð til. Með stofnun barnaskóla, er sumir hafa nefnt „þekkingarverksmiðj- ur“, hlýtur bóknámið þá viðurkenningu, að vera talið æskilegt, eða jafnvel nauðsynlegt. Fyrst var nokkur tregða á, að öll börn gætu hlotið skólavist, og að sjálfsögðu var hér engin fræðsluskylda. Astæðan fyrir því, að ékki voru öll börn í skóla, stafaði af nokkru leyti, af því, að greiða þurfti skólagjöld, er ofviða voru sumum fátæklingum. Þó var heimili og skóli 25

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.