Heimili og skóli - 01.04.1971, Blaðsíða 15

Heimili og skóli - 01.04.1971, Blaðsíða 15
Tryggvi þorsteinsson, skólastjóri sextugur SÉ ANDINN ungur, verður aldurinn aðeins skref í átt til fleiri og stærri afreka. Tryggvi Þorsteinsson er einn þeirra manna er ellin nær lítt að merkja sér. Hann hlær, björtum hlátri, með kynslóð morgundagsins og leið- ir litlar hendur á braut til aukins þroska, af sama kappi, góðvild og umhyggju er ætíð áður hefur einkennt starf hans sem uppal- anda. Kvæntur er hann Rakel Þórarinsdóttur frá Kollavík í Norður-Þingeyjarsýslu. Börn þeirra eru þrjú og öll uppkomin. Er ungir og aldnir vinir heimsóttu þau hjónin í tilefni afmælisins, laugardaginn 24. apríl, var þeim tekið af alkunnri rausn, er fylgt hefur heimilinu og er hluti af viðhorf i þeirra hjóna til nágrannanna, samslungið íslenzkri gestrisni. Urn 1957 lágu leiðir okkar Tryggva sam- an. Mér sem öðrum, er honum hafa kynnzt, var strax ljóst, að hann er óvenjulega traust- ur og réttsýnn. Þá var hann kennari í Barna- skóla Akureyrar, en starfaði auk þess flest kvöld vikunnar að öðrum þáttum uppeldis- mála svo sem skátastörfum og gæzlustörf- um í æskulýðsheimili stúkunnar að Hótel Varðborg. Eg var þá umsjónarmaður hótels- ins, ungur í kennarastarfi og fann að af Tryggva mátti margt mikilvægt nema. Nokkru síðar varð hann yfirkennari við skólann og til þess valinn af Hannesi J. Magnússyni skólastjóra og rithöfundi. Um 1964 tók hann við skólastjórn og hefur gegnt því starfi síðan með miklum ágætum. Við skólastjórnina setur hann markið hátt og

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.