Heimili og skóli - 01.04.1971, Blaðsíða 21

Heimili og skóli - 01.04.1971, Blaðsíða 21
Islenzkir skólastjórar þingra I Woreg;i Fyrir rúmu ári ákvað Skólastjórafélag Islands að efna til móts (námskeiðs) í Noregi. í bréfi til félagsmanna var þess get- ið, að nokkur erlendur styrkur hefði feng- izt til greiðslu dvalarkostnaðar. Mótið skyldi standa í eina viku, fyrirles- arar norskir, markmiðið að kynnast skóla- málum í Noregi og framtíðaráætlunum í menntamálum. Meðal gesta mótsins voru Magnús Gíslason og frú, en Magnús starf- aði sl. vetur sem kennari við nýjan lýðhá- skóla í Gautaborg. Um fimmtíu íslenzkir skólastjórar og makar þeirra tóku þátt í þessari Noregsferð og fóru utan í byrjun jún. Dvalið var á Tran- berg, sem er mótsstaður norska kennarasam- bandsins. Tranberg er gamalt herrasetur, er stendur á hæð ofan við bæinn Gjövík í Guð- brandsdal. Móttökur Norðmanna og skipulagning mótsins var með ágætum, og fyrirlesararnir voru helztu framámenn skólamála þar í landi. Var einróma álit íslenzku þátttakend- anna, að ferðin hefði verið mjög lærdóms- rík og ánægjuleg. Ef íslenzki skólinn á að vera samkeppnis- fær, verða þeir er honum stjórna að fylgjast náið með breytingum erlendis. Þar er víða framkvæmd margs konar tilraunakennsla, Framhald á bls. 47. HEIMILI OG SKÓLI 41

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.