Heimili og skóli - 01.04.1971, Blaðsíða 27

Heimili og skóli - 01.04.1971, Blaðsíða 27
sem þjóð er, því öfgafyllri verður hún um eigið mál. Þannig er ástatt um mörg finnsk börn í Svíþjóð eða hinum Norðurlöndunum, að þau læra ekki mál til fullnustu. I skólan- um læra þau að lesa og skrifa sænsku, en útkoman verður venjulega slæm, þar sem undirstaðan hefur ekki verið lögð heima. A heimilinu læra þau að tala finnsku, en í raun og veru aðeins um vissa hluti. Af því leiðir, að börnin geta talað um sumt á sænsku, vegna sænskukennslunnar í skólan- um, en um annað bara á finnsku. Mjög oft hætta þessi börn í skólanum án þess að ljúka námi og fá þá ekki þau prófskírteini sem eru nauðsynleg til þess að komast í aðra skóla og til þess að fá vinnu, sem ekki er sú einfaldasta, lægst launaða og óþrifa- legasta á vinnumarkaðinum. Hvað hœgt er að gera. Þetta fólk verður af eðlilegum ástæðum alla jafna rótlaust. Því finnst þjóðfélagið vera sér mótsnúið og skilur venjulega ekki að þeirra eigin vankunnátta er aðalorsök vandræðanna. Oft verða félagsmálaskrif- stofurnar einu stofnanirnar, sem að vissu marki reyna að hjálpa þessu óhamingju- sama fólki og stundum liggur leiðin þaðan til sakamálayfirvaldanna. Þetta er skugga- leg, en því miður, raunsæ mynd af örlög- um margra innflytjenda, ef ekki á einhvern hátt er hægt að stemma stigu við þessari óheillaþróun. Börnin. Mér kemur ekki til hugar að hægt sé að bjarga öllum þeim börnum, sem hlotið hafa það sorglega hlutskipti, að alast upp án þess að eiga raunverulegt mál eða föður- land. En ég vil benda á, að margir kennar- ar, sem kunna bæði málin og einnig félags- málaráðgjafar, geta að nokkru hjálpað börnunum í skólanum og það sem ég tel enn mikilvægara, hjálpað fjölskyldunum til að skilja hvar þær eru á vegi staddar. Þær verða að þaulhugsa og taka ákvörðun um, hvað þær ætla að gera í náinni framtíð. Þær tvær leiðir, sem mér virðast heppilegastar án þess að valda börnunum of miklu tjóni eru, annað hvort að stytta dvölina í nýja landinu eins og mögulegt er, svo böxmin geti snúið heim og lært móðurmálið sæmilega meðan tími er til, eða dvelja svo lengi í nýja landinu að börnin læri málið svo vel, að það verði þeirra aðalmál. Eg veit, að þetta get- ur valdið tilfinningaflækjum, en engu að síður er það vandamál, sem hver fjölskylda verður að leysa og sem yfirvöld allra þeirra landa, sem taka við innflytjendum, verða að aðstoða við. Spurningin er alþjóðleg, en vegna hins norræna vinnumarkaðar hefur hún sérstaka þýðingu fyrir Norðurlönd. Þýtt. G. Ó. - íslenzkir skólastjórar í Noregi Framhald af bls. 41. er síðar er byggt á. Ekki þarf að búast við að allar nýjungar, sem fram koma reynist nýtilegar, en margar festa rætur, bæði varð- andi kennsluaðferðir, námsefni og aðstöðu til námsins. Breytingar í skólamálum hafa á síðari árum veiúð mjög örar, og merkar nýjungar eru nú á ferðinni, er ég mun geta um í næsta hefti. Fyrir tveimur árum stóð Skólastjórafélag íslands að hliðstæðri ferð til Svíþjóðar og þátttakendur í henni voru álíka margir. Að loknu mótinu á Tranberg var farið í 10 daga ferð um Noreg. I, Ú. heimili og skóli 47

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.