Heimili og skóli - 01.04.1971, Blaðsíða 20

Heimili og skóli - 01.04.1971, Blaðsíða 20
maður að vinna með öðrum, verður maður að geta gert sér grein fyrir, að það verður að vera forysta, og að það getur verið nauð- synlegt að viðurkenna mistök, jafnvel ósig- ur. Tii að geta verið óháður, verður maður að hafa styrk til að halda sinni eigin skoð- un réttlætis og óréttlætis, auk þess þolin- mæði til úthalds, hæfileika til að hvetja og tala um fyrir öðrum, þekkingu til að finna beztu lausnirnar. Slíkir hæfileikar þróast aðeins með strangri vinnu og langri reynslu. En launin eru erfiðisins verð. Ef nógu margt æskufólk er fúst að taka á sig áhættuna, getur það unnið sjálfu sér og samfélaginu meira gagn en nokkur önnur kynslóð áður. Þýtt I. E. OddcyrarshAlanom slitit ODDEYRARSKÓLANUM á Akureyri svar slitið 28. maí sl. Nemendur í vetur voru 482 í 19 bekkjadeildum. Barnaprófi luku 90 börn og hlutu 11 þeirra ágætiseinkunn. Dagana 25.—27. maí, minntist skólinn 50 ára afmælis S.I.B. og 100 ára afmælis barnafræðsl- unnar á Akureyri, með veglegri sýningu á vinnu barnanna. Auk þess var foreldrum boðið til kynningardagskrár varðandi skólastarfið. Fór bún fram á sal og flutt af rúmlega 100 börnum. Sóttu þessa kynningu á fimmta ihundrað fullorð- inna, auk skólabarnanna, eða samtals um 900 rnanns. Þar að auki skoðaði fjöldi fólks aðeins sýninguna. í vetur hefur mikið verið unnið í skólanum og gerðir margir fallegir munir. Til nýbreytni má telja, að elztu börnin unnu í frístundum að málun glermynda, svo og að gera vinabæjamerki Akureyrar, auk bæjarmerkisins, skjaldarmerki íslands og stöfum Oddeyrarskól- ans. Er merkjunum komið fyrir á stöplum úti fyrir sikólanum, en glermyndirnar skreyta glugga hans. Skákíþróttin hefur nokkuð verið stunduð í vet- ur. Lauk henni með keppni. Vann Ingvar Þór- oddsson og ihlaut til eignar fagran verðlauna- pening og titilinn „skákmeistari Oddeyrarskólans 1971“. Ingvar hlaut einnig verðlaunapening fyr- ir bezta brautartíma í svigi, en Vilhelm Þorsteins- son framkvæmdarstjóri hefur ætíð gefið skólan- um góða gripi til verðlaunaveitinga fyrir afrek í skíðaíþróttinni. Mörg börn hlutu verðlaun fyrir góða námsár- angra og prúðmennsku. Verðlaun þessi eru gef- in af: Kvöldvökuútgáfunni, Eiríkssjóði og Afeng- isvarnarnefnd Akureyrar. Kann skólinn gefend- um beztu þakkir fyrir. I sumar verður haldið áfram lagfæringum á lóð skólans og beytingum á kennslustofum. A ár- inu hefur hann eignazt mörg ný kennslutæki og áhöld, ásamt all miklu af bókum. Nú síðast var fest kaup á barnabókasafni stúkunnar, hefur það verið flutt í skólann og verður senn raðað í spj aldskrá. Skólastarfið er orðið mjög fjölþætt. Náms- greinar um 24, en eðlisfræði 'bættist í hóp þeirra á þessum vetri. Var hún kennd í 5. bekkjum. Næsta vetur er áætlað að taka upp kennslu í líf- fræði og jafnframt færa dönskukennsluna niður í 5. bekki. Erlendis eru gerðar tilraunir með breytingu á kennsluháttum, sem nefndar hafa verið „skóli án bekkjadeilda“. Ræddi skólastjóri nokkuð um þessar tilraunir og kvað athyglisvert hversu vel þær virtust gefast. Að loknum skólaslitum var haldinn 100. kenn- arafundur nýja Oddeyrarskólans. Skólastjóri er Indriði Úlfsson. 40 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.