Heimili og skóli - 01.04.1971, Side 23
bólum (svokölluðum unglingabólum), einkum á andliti, bringu og herð-
um. Var þeim kennt hvernig hægt væri að forðast þær, með þrifnaði og
sérfræði. Þvo og baða sig oft og vel með góðri (sótthreinsandi) sápu og
greiða hárið frá andlitinu. Rétt mataræði væri nauðsynlegt. Borða all-
an algengan mat, en forðast alla fitu og sætindi.
Einnig var þeim bent á, að í upphafi tímabilsins, þætti þeim lítt varið
í stráka. Þeir stríddu þeim og þær væru viðkvæmar og uppstökkar. Síð-
ar vaknaði áhugi þeirra á þeim og þá á annan hátt en fyrr.
Viðbrögð stúlknanna voru mjög jákvæð og greinilegt hve margar
voru fáfróðar og brennandi af fróðleiksfýsn.
Að lokum viljum við taka eftirfarandi fram: Til þess að einstakling-
ur þroskist að viti og vizku, þarf hann stöðugt að nema. Bæta við sig
þekkingu, móta og beizla eigin orku til athafna. Hlutverk heimila og
skóla er, að hjálpa ungu kynslóðinni á þessari braut. Kenna þeim m. a.
að þekkja líkama sinn, heilbrigða lifnaðarhætti og auka félagsþroska
þeirra. Þýðingarmeira hlutverk er tæplega til.“
Eg þakka hjúkrunarkounum svörin og vil um leið benda á, að með
þessu litla kveri, er aðeins kominn vísir að því, sem hlýtur að koma.
Sjálfsagt er að drengir fái kynferðisfræðslu, en til þess að svo megi
verða er nauðsynlegt að hafa handhæga bók. Þá má einnig benda á,
hvort ekki væri rétt, að bókin yrði samin handa báðum kynjum. Ekki
teldi ég æskilegt að hún yrði mikil að vöxtum, því mér sýnist ástæðu-
laust að leggja mikla áherzlu á fræðslu um þessi líffæri. En í þeim
kennslubókum, sem nú eru notaðar í barna- og unglingaskólum, er nán-
ast engin kynferðisfræðsla. Tel ég það ekki vansalaust, þar sem þjóð-
félagið og almennir lifnaðarhættir borgarans eru fastmótaðir í afstöðu
til sambands kynjanna og ætlast til lágmarks þekkingar einstaklinga á
þessu sviði.
I. ú.
HEIMILI OG SKOLI
43