Heimili og skóli - 01.04.1971, Blaðsíða 16

Heimili og skóli - 01.04.1971, Blaðsíða 16
skipar skólanum þann sess í áliti, er bæjar- félaginu er sæmd að og ber að meta. Hann hefur gengið ótrauður til starfa innan stofn- unarinnar, verið húsbóndinn á heimilinu, leiðtoginn í fylkingarbrjósti og prakkarinn í hópnum, ef því var að skipta. Oft tekst honum með galsa og gleði, að aga þau börn er öðrum tækist ekki með löngu keyri. Sé í alvöru mælt, finna samstarfsmenn og nem- endur hlýhug að baki hverju orði, er segja þarf til leiðbeiningar eða umvöndunar. Slík forysta og persónuleiki er ómetanlegur á stóru heimili eins og Barnaskóli Akureyr- ar er. Áður en Tryggvi tók við skólastjórn hafði hann víða unnið að framfaramálum lands og þjóðar. Hann hafði starfað vestur og austur á fjörðum, leitað þekkingar á er- lendri grund og flutt hana mörgum ein- staklingum. Hér á Akureyri hefur hann tek- ið virkan þátt í félagsstörfum. Má þar nefna, að 1925 tóf hann störf í skátareglunni og varð formaður Skátafélags Akureyrar 1940. Ohætt er að segja, að skátafélagið hér hef- ur honum mikið að þakka, enda heimsóttu félagarnir hann á afmælisdaginn í skrúð- göngu og færðu gjafir. Þá hefur Tryggvi verið í stjórn íþróttabandalags Akureyrar, verið framkvæmdastjóri Flugbjörgunarsveit- ar Akureyrar, átt sæti í Æskulýðsráði Ak- ureyrar, formaður Skógræktarfélags Akur- eyrar og formaður Kennarafélags Norður- lands — eystra. Þar að auki verið leiðandi í mörgum öðrum félögum og nefndum. Sé litið á þau félög, er hann hefur helzt helgað starfskrafta sína í frístundum, kem- ur í ljós, að öll hafa þau það markmið, að vinna að græðslu lands og menntun þjóðar. Enda hefur þetta verið snarasti þátturinn í ævistarfi hans utan og innan skólaveggjanna og gert hann að einni þeirra máttarstoða, er íslenzk nútíð og framtíð munu styðjast við. Af kynnum okkar þykist ég ráða, að í eðli sínu sé hann enn sveitadrengurinn frá Neðstalandi í Oxnalal, er fluttist ungur á mölina og leitaði með föður sínum, Þor- steini Þorsteinssyni, þeim þekkta leiðtoga í Ferðafélagi Akureyrar, út í óbyggðina, víð- áttu fjallanna. Þar mun hann hafa fengið hluta af því uppeldi, er sterkustu taugarnar liggja til. Enn leggur hann bíl sínum og leit- ar til fjalla á sama tíma og fjölmennt er í miðbæinn. Margan sunnudagsmorguninn, er aðrir rísa úr rekkjum, hefur Tryggvi Þor- steinsson þegar verið nokkrar klukkustundir á fótum í snævi þöktu tjaldi uppi við jökul- brún. Þá stund á óbyggðin hug hans hálfan, en jafnhliða gæti hann verið að yrkja ljóð fyrir skátana og skólabömin. Vinir og velunnarar um land allt hafa sent honum afmæliskveðjur. Kannski læðist að þeim, eins og mér, sá grunur, að enn höf- um við ekki séð hans mestu afrek. Maður með hans málafylgni, áhuga og reynslu er líklegur til margra frekari afreka. Skólastarfið tekur örum breytingum og krefst í auknum mæli starfskrafta með reynslu og þekkingu. Nýjungar eru kynntar, sumar góðar, en aðrar lítilfjörlegar. Þá er gott að hafa þann við stjórnvölinn, er vegur og metur þá aðferð og leið, er vænlegust er, og vísar bráðþroska æsku á leið til mann- dóms og þroska. Til þeirra hluta má telja Tryggva Þorsteinsson mörgum öðrum fær- ari. Ég flyt honum og konu hans heillaóskir og kveðjur félaganna í Kennarafélagi Eyja- fjarðar, svo og persónulegar kveðjur fyrir góð kynni og samstarf fyrr og síðar. 7. Ú. 36 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.