Heimili og skóli - 01.04.1971, Blaðsíða 25

Heimili og skóli - 01.04.1971, Blaðsíða 25
kunna ekki sænsku þegar þau koma, en í sambandi við vinnuna er oft skipulögð málakennsla fyrir þau. Hversu árangursrík slík námskeið eru, er fyrst og fremst komið undir getu og vilja einstaklingsins til að læra málið, eftir langan og oft strangan vinnudag í nýju umhverfi, en það er einnig undir þeim kennurum komið, sem taka að sér kennsluna. Stundum kemur kennslan innflytjendunum að gagni, en stundum mæta þeir aðeins í málatímana vegna þess að vinnuveitandinn vill að þeir geri það og meira að segja borgar þeim fyrir. Þegar svo er ástatt, verður árangur kennslunnar næstum enginn. Ef flutt er til bæjar, þar sem engin námskeið eru haldin, eru finnsku fjölskyldurnar enn verr settar, þá hafa þær aðeins útvarp og sjónvarp að styðjast við. Samtöl við vinnufélaga getur sjaldan komið í stað málakennslu. Við get- um ekki búizt við, að meiri hluti þeirra Finna, sem flytjast sem verksmiðjuverka- menn til sænskra eða annarra norrænna fyr- irtækja, hafi við komuna nokkra verulega undirstöðu til málanáms. Mjög oft, er finnska eina málið, sem þeir kunna og þá vantar alveg æfingu í að læra erlend mál. Þetta er á engan hátt sagt finnskum verka- mönnum til hnjóðs, sama er að segja um verkamenn í öllum öðrum löndum, sem ég hef kynnzt og hlýtur eftir eðli málsins að vera þannig. Allir menn hafa ekki sömu getu eða löngun til að læra erlend mál. Þegar við höfum komizt að raun um, að margir finnskir feður og mæður kunna eng- in erlend tungumál, getum við ekki búizt HEIMILI OG SKOLI 45

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.