Heimili og skóli - 01.04.1971, Blaðsíða 22

Heimili og skóli - 01.04.1971, Blaðsíða 22
Kynferðisfræðsla í skólnm Á LIÐNUM vetri var mörgum barnaskólum gefinn kostur á að kaupa lítið kver, sem ber nafnið „Eg er að verða stór mamma“. Höfundur þess er Jóna Yalg. Höskuldsdóttir hjúkrunarkonar. Sagði í meðfylgj- andi bréfi, að það væri ætlað til kennslu 11—13 ára stúlkum enda fræddi það um þroskabreytingar þeirra á þessum aldursárum. í vetur hafa stúlkur, í nokkrum eldri deildum Oddeyrarskólans, sótt tíma til hjúkrunarkvenna skólans, en þær hafa útskýrt efni kversins og auka við það eftir þörfum. Þar sem ég taldi að fræðsla þessi, væri ekki óviðkomandi foreldrum, ef hún yrði almennt upp tekin, þá sneri ég mér til hjúkrunarkvennanna og bað þær um að skýra frá tilhögun kennslunnar og viðbrögðum stúlkn- anna varðandi þessa fræðslu. Hér á eftir fara svör þeirra: „Tilhögun kennslunnar var sú, að hverri bekkjardeild var skipt í 2—3 hópa með 6—10 stúlkum. Hver hópur kom í 3 viðræðutíma. I þeim fyrsta var skýrt frá þeim breytingum, sem verða á líkamsstarf- semi konunnar og skapgerðarsveiflum, sem iðulega fylgja. I stórum dráttum var, með myndum, sýnd bygging kynfæra kvenna, sagt frá hor- mónabreytingum, sem valda egglosi og tíðablæðingum, frjóvgun og frjóvgunartímabili. I öðrum tíma var fjallað um þrifnað á tímabilinu og óþægindum, sem geta fylgt tíðum. Þriðji tíminn fór að mestu í rabb. Þá var þeim sagt, að hormóna- breytingarnar á þessu aldursskeiði yllu oft feitri húð og hvimleiðum 42 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.