Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.10.1987, Page 7

Heimili og skóli - 01.10.1987, Page 7
Samkeppnin lýtur sínum eigin hörðu lögmálum sem ganga að ýmsu leyti þvert á andlegar þarfir okkar og jafn- vel siðgæðisvitund og réttlæt- iskennd. Hin hörðu peninga- og valdasjónarmið búa að baki henni, sjónarmið misréttis og misnotkunar. Hún veitir þeim sem hafa sterkustu aðstöðuna allan rétt, þessi sjónarmið rétt- læta að ríkari þjóðir heimsins kasta matvælum á hauga með- an aðrir heimshlutar svelta. Og nú er svo komið að ótti mannkyns við tortímingu hef- ur aldrei verið áþreifanlegri en nú. Það getur reynst erfitt að ná áttum eða finna lífsfyllingu í þessu kerfi sem við höfum búið okkur og lífsflótti í einni eða annarri mynd verður mörgum nærtæk leið. Einn af hugsuðum þjóðar okkar komst svo að orði að það að drepa tímann væri að drepa eitthvað í sjálfum sér. Hafið þið hugleitt hvers vegna við al- mennt veljum í svo ríkum mæli að drepa tímann, - gleyma okkur sjálfum í ein- hverri afþreyingu? Hvert er þetta að leiða okkur? Er þetta eitthvað sem við í raun og veru viljum? Erum við stöðugt að verða hræddari eða ófærari um að mæta okkur sjálfum og taka raunverulega ábyrgð á eigin lífi - láta ekki bara berast með straumnum? Við hljótum öll að vera samábyrg fyrir þessari þróun og þeirri framtíð sem við erum að skapa. Er þessi kreppa og ótti mannkyns við tortímingu kannski nauðsynlegur þáttur á þróunarbraut okkar, nauð- synlegur til þess að vekja okk- ur til vitundar um ónýtta möguleika okkar - að við smátt og smátt þolum ekki lengur við í allri firringunni og neyð- umst til að opna augun og byrja að sjá? Mér sýnist ýmislegt benda til að einmitt þetta sé að gerast þótt hægt fari því víða má heyra nýjan og dýpri tón í þeirri almennu umræðu og einnig innan ýmissa stofnana þjóðfélagsins, úr heimi stjórn- málanna og innan kirkjunnar. Konur eru að verða sér al- mennt betur meðvitaðar um undirokaða stöðu sína í samfé- lagi við karla og hvað sú staða hefur margvísleg neikvæð áhrif á allt mannlíf. Sjónarmið þeirra og reynsla er hægt og hægt að skila sér inn í mótun samfélagsins, samtímis sem feður eru að skilja betur gildi uppeldishlutverksins fyrir þá sjálfa. Um leið beinast augu meira að aðstöðu barna og fjöl- skyldna og að manneskjunni sem heild. Ég held að von okk- ar liggi í þessum breytingum í jafnréttis og jafnvægis átt. Breytingum á eigin viðhorfum og bættum tengslum hvert við annað. Allar raunverulegar breytingar hljóta að verða að gerast innan frá og þær gerast tæplega meðan við veljum að drepa tímann eða ýtum ffá okkur ábyrgðinni á lífi okkar og gerðum. Þrátt fyrir ýmsar blikur á lofti er ég nokkuð bjartsýn á að okkur takist að vaxa út úr þessari kreppu og upplausn og skapa okkur heil- steyptari og mennskari heim. Stöðugt fleiri eru farnir að voga að skyggnast undir yfirborðið og spyrja nýrra spurninga um hver við erum og hvert við stefnum og reyna að horfa á þann vanda sem við okkur blasir. Til skamms tíma var t.d. hin almenna skoðun sú að streita og kreppa væru neikvæð fyrir- bæri sem best væri að komast hjá eða loka úti. Það var al- gengt sjónarmið gagnvart hjónabandi eða sambúð að það skipti öllu máli að hafa það huggulegt saman a.m.k. á yf- irborðinu, öll úrvinnsla á erf- iðum tilfinningum eða sam- búðarvanda þótti ógnandi eða jafnvel niðurlægjandi og nær- tækast að reyna að sópa öllu slíku undir mottuna. Ef það gekk ekki lengur var sárs- aukafullur skilnaður oft eina leiðin þar sem báðir aðilar sátu eftir sem áður með sinn innri vanda óleystan. í seinni tíð fer þeim hinsvegar fjölgandi sem eru farnir að horfa á þann vaxt- armöguleika sem felst í krepp- unni og t.d. hefur mikið borið á þeirri umræðu á rás eitt / (1) að undanförnu. Út frá því sjónarmiði er versta þjáning raunverulega fólgin í því að loka hana inni, festast í henni, gera hana sem mest ómeðvit- aða. Ýmsar kenningar og rannsóknir benda til að þján- ingar og kreppa nái fyrst tök- um á lífi okkar ef við reynum að flýja undan. Hún brýst þá út í ýmsum myndum svo sem í líkamlegri vanlíðan, sjúk- dómum og erfiðum tilfinn- ingatengslum við aðra, ekki síst maka og börnin og for- eldra. Leiðin til andlegs og félags þroska byggir að verulegu leyti á nánum og góðum tengslum við sjálfan sig og aðra. En það er krefjandi og tímafrekt að rækta slík tengsl. Og öllum þroska fylgir einhver þjáning og áhætta en hann veitir innri gleði, ánægju og lífsfyllingu. Af þessu leiðir að styrk fjöl- skylda og nánir vinir skipta okkur öll óendanlega miklu máli. Við þörfnumst kærleika og öryggis inn í líf okkar til þess að þora fyllilega að viður- kenna og takast á við okkur sjálf, opna ýmis skúmaskot sálarinnar og uppgötva ný og ný sjónarhorn tilverunnar. Við erum öil einstök en eig- urn þó svo margt sameiginlegt. Við þurfum öll að fá að hafa okkar sérkenni en finna samt að við tiiheyrum heildinni. Einn kunnur bandarískur prófessor í læknisfræði, Jeny M. Lewis að nafni, sagði að í öðruvísi og fullkomnari þjóð- félagi yrði litið á fjölskylduna sem mikilvægustu og verð- mestu einingu þess. Það yrði reynt að styrkja hana og hlúa að henni á alla lund þar sem 7

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.