Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.10.1987, Side 10

Heimili og skóli - 01.10.1987, Side 10
jöfnu við sívaxandi aðdráttar- afli þéttbýlisins er svo annað mál. I Reykjanesskóla hafa verið 40-60 nemendur undanfarin ár, þar hefur verið kennsla í 7.-9. bekk auk þess sem fram- haldsdeild, HRIM starfaði þar um þriggja ára skeið, en var síðan aflögð, mest vegna nem- endafæðar, auk þess sem erfitt reyndist að halda uppi nægi- legri fjölbreytni í námi. I vetur verða milli 30 og 40 nemendur í 7.-9. bekk og feng- ist hefur heimild frá Mennta- málaráðuneyti til að ráða auk fastra kennara sérstakan ráð- gjafa sem verður nemendum til stuðnings, jafnt á skólatím- anum sem utan hans. Núpsskóla var lokað vorið 1986 um eins árs skeið og var tíminn og fjármagn það sem sparaðist notað til endurbóta á húsakynnum skólans. Skólinn hefur störf nú í haust að nýju með endurbættu húsnæði og breyttri námstil- högun. Milli 30 og 40 nemend- ur verða í vetur og skiptast í 9. bekkogframhaldsdeild. Einn- ig er hægt að ljúka þarna svo- nefndum 0 áfanga eða fornámi fyrir framhaldsnám. Báðir framangreindir skólar hafa yfir miklum og glæsileg- um byggingum að ráða og möguleikar eru þar fjölbreytt- ir. Miðað við þann fjölda Vest- firðinga sem sækir skóla út úr héraðinu er ljóst að nemendur eru fyrir hendi, vilji þeir nota sér þessa skóla. Framhaldsnám á Vestfjörðum Tæpast er hægt að tala um framhaldsnám á Vestfjörðum utan ísafjarðar, svo nokkru nemi. Á Isafirði er nú boðið upp á fjölbreytt framhalds- nám, þar sem Menntaskólinn og Iðnskólinn hafa tekið upp náið samstarf og eru nánast starfræktir sem einn skóli með fjölbrautarsniði. Góð heima- 10 vistaraðstaða er fyrir hendi í byggingu Menntaskólans. Á Patreksfirði hefur iðnskóli verið rekinn um árabil og hef- ur starf hans skipt sköpum fyrir svæðið þrátt fyrir ófull- nægjandi aðstöðu á flestan hátt. Stór hluti iðnaðarmanna á Patreksfirði og í nágranna- byggðum hefur hlotið mennt- un sína í þessum skóla. Þeir sem hafa farið til iðnnáms í aðra landshluta hafa flestir stundað iðju sína þar áfram og segir það eitt okkur margt um nauðsyn menntunar heima í héraði. Fyrirhugað er tveggja ára framhaldsnám að Núpi og starfrækt var framhaldsdeild við Reykjanesskóla svo sem áður er um getið. Á hverju ári sækja 2-300 vestfirskir unglingar fram- haldsnám út fyrir fjórðunginn, ýmist á heimavistarskóla, eða þeir sækja til fjölbrautaskóla á þéttbýlisstöðum, einkum Reykjavík. Ástæða er fyrir Vestfirðinga að hafa af þessu áhyggjur, því enda þótt gott sé að kynna sér ókunnar slóðir og auka víðsýni þannig, þá eru unglingsárin viðkvæmur mót- unartími og heimtur eru slæm- ar á þessu unga fólki til átthag- anna aftur. Hér er einnig um að ræða umtalsverða atvinnu, sem gæfi fleira langskólagengnu fólki möguleika, veruleg þjónusta flyst burt með þessum hætti og fleira mætti telja. Ekki er of- mælt að fjármagn vegna þessa skiptir milljónatugum á nú- verandi verðlagi. Þörf er á stóru átaki í þessum efnurn og hugarfarsbreytingu heima fyrir. Rétt er að geta þess, að á ný- afstöðnu Fjórðungsþingi Vest- firðinga voru þessi mál til um- ræðu og var samþykkt að skipa nefnd til að safna upp- lýsingum og gera tillögur um skipulag framhaldsnáms á Vestfjörðum. Fræðsluskrifstofan og hlutverk hennar Stofnað var til embætta fræðslustjóra með setningu grunnskólalaga 1974 og tóku fræðsluskrifstofur til starfa upp úr því, á Vestfjörðum haustið 1976. Fræðsluskrif- stofurnar og starfsfólk þeirra hafa ótvírætt sannað gildi sitt á margan veg. Létt hefur verið af sveitarfélögunum mikilli vinnu vegna launagreiðslna til kennara og annarra starfs- manna skólanna, komið hefur verið á reglubundnum endur- greiðslum vegna ýmissar starf- semi sem ríki og sveitarfélög annast í sameiningu auk margháttaðrar þjónustu sem skrifstofurnar veita. Reynt hefur verið að efla fagráðgjöf, sérfræðiþjónustu og byggja upp sérkennslu og stuðnings- kennslu um land allt, en fram á síðasta áratug var þessi þjón- usta nær eingöngu bundin við Reykjavíkursvæðið. Kennslumiðstöðvar eru í undirbúningi í öllum fræðslu- umdæmum og samvinna millí skóla og fræðsluskrifstofa verður sífeflt meiri og fjölþætt- ari. Fólksekla er þó vandamál hjá skrifstofunum, ekki síður en í skólunum og á það bæði við um sálfræðinga og önnur sérfræðistörf, s.s. sérkennslu, talkennslu og sérhæfða ráðgjöf hvers konar. I þeim umræðum, sem nú fara fram um breytta verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga munu fræðslu- skrifstofur og hlutverk þeirra skipa drjúgan sess, því þær hafa á þeim stutta tíma sem þær hafa verið reknar sannað gildi sitt, þrátt fyrir byrjunar- örðugleika sums staðar. Þær hafa unnið mikið valddreifing- arstarf í grunnskólakerfinu, enda var það upphaflegt hlut- verk þeirra. Fræðsluráð geta haft veruleg áhrif á tengsl skrifstofanna við sveitarfélög-

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.