Heimili og skóli - 01.10.1987, Page 16
Fræðsluskrifstofa Norðurlands eystra:
Ráðgjafar- og sálfræðideild
- Frá starfsfólki RSD -
Stutt kynning
Mikil umræða fer nú fram um
skólamál, og við verðum víða
vör við áhuga og þá ábyrgð
sem kennarar og foreldrar
finna á sér hvfla gagnvart vel-
ferð barna í skóla, árangri
þeirra og líðan.
Sá þáttur skólastarfs, sem
hér verður gerður að umtals-
efni er sú þjónusta sem veitt er
í grunnskólum landsins, af
hálfu ráðgjafar- og sálfræði-
deild skóla, RSD.
Við viljum reyna að svara
spurningum eins og:
- Hvað er RSD?
- Hvar fer þessi starfsemi
fram.
- Hverjir eru starfsmenn?
- Hvernig fer starfið fram?
- Hvernig get ég leitað eftir
ráðum, ef ég hef áhyggjur
af framvindu mála hjá
barni mínu, nemanda mín-
um, hjá sjálfri mér?
í grunnskólalögum frá 1974,
er kveðið á um ráðgjafar- og
sálfræðiþjónustu við skóla í
því formi sem nú er. Landið
skiptist í 8 fræðsluumdæmi og
í hverju þeirra skal vera
fræðsluskrifstofa. Eitt af verk-
efnum fræðsluskrifstofu er
kennsluráðgjöf og sálfræði-
þjónusta. Misjafnt er eftir
landshlutum, hvernig þetta
þjónustustarf hefur mótast, og
hversu þróað það er.
Við, sem þetta skrifum,
störfum á Fræðsluskrifstof-
unni á Akureyri og þjónum
Norðurlandi eystra. Það er því
út frá þeirri starfsemi, er þar
fer fram, sem þessi orð eru
skrifuð.
Við ráðgjafar- og sálfræði-
þjónustuna starfa þetta skóla-
ár Qórir sálfræðingar (þar af
einn í 20% starfi) og einn sér-
16
kennari, sem er ráðinn sér-
kennslufulltrúi að sérkennslu-
deild skrifstofunnar, en vinn-
ur í náinni samvinnu við sál-
fræðideild.
Starfsmenn skrifstofunnar
skipta með sér skólum um-
dæmisins og er við það miðað
að hver skóli hafi sálfræðing og
sérkennara, að leita til. Þeir
vinna síðan saman að lausn
mála þar sem þess er þörf, eða
deila á milli sín verkefnum allt
eftir eðli þeirra mála, sem um
ræðir.
Starfssvið sérkennslu-
fulltrúa
Sérkennslufulltrúi hefur að-
setur á Fræðsluskrifstofu.
Hann tekur þar þátt í marg-
þættum verkefnum, sem
varða sér- og stuðnings-
kennslu í umdæminu. Þessi
verkefni geta verið skipt-
ing tímakvóta á skóla, áætl-
anagerð og skipulagsmál,
fræðslufundir fyrir sér- og
stuðningskennara, uppbygg-
ing sérkennslugagnasafns
skrifstofunnar, auk greining-
ar- og ráðgjafarstarfa.
Náin samvinna er, sem fyrr
segir, við starfsmenn RSD og
er sérkennari þar faglegur
samstarfsaðili sálfræðinga.
Hluti þeirrar vinnu er unnin
í skólunum í samvinnu við
skólastjóra, en þó einkum við
þá kennara, sem starfa að sér-
og stuðningskennslu.
Sér- og stuðningskennsla í
skólum tekur á sig ýmsar
myndir eftir þörfum og mögu-
leikum á hverjum stað. Mark-
viss nýting þessa úrræðis er af-
ar mikilvæg.
Skammtímaúrræði í einni
eða fleiri greinum, sem gjarn-
an hefui; verið kallað stuðn-
ingskennsla, verður að vera
mjög markvisst. Það, ekki síð-
ur en sú sérkennsla, sem veitt
er, ef nemandi hefur ekki
möguleika á að fylgja aldurs-
svarandi námskrá, og nauð-
syn reynist að setja honum eig-
in námskrá að einhverju eða
öllu leyti.
Sér- og stuðningskennarar,
svo og aðrir kennarar, geta leit-
að eftir samvinnu við, og notið
ráðgjafar sérkennslufulltrúa
um þessi verketni, sé þess
þörf.
Þetta samstarf getur varðað:
- skipulagningu sérkennslu
innan skóla
- greiningu á námsvanda
einstakra nemenda
- ráðgjöf við val á sér- eða
stuðningskennsluúrræði
- gerð kennsluáætlana
- ráðgjöf til bekkjarkennara
vegna hópa eða bekkja
- fyrirbyggjandi aðgerðir af
ýmsum toga, s.s. notkun
hópprófa
- miðlun eða kynningu á
kennslugögnum.
Sérkennari nýtir sér ýmís
próf við athuganir sínar, próf
sem meta stöðu barns í námí,
greina námslega undirstöðu-
þætti og ýmsa þroskaþætti.
Oft verður niðurstaðan, eftír
slíkar athuganir og samtöl víð
foreldra og kennara, að lítilla
aðgerða sé þörf til að snúa við
óheillaþróun. Þær geta verið
ráðgjöf til kennara og foreldra
og/eða stuðningskennsla til
skemmri tíma.
Vandinn getur þó reynst
meiri, og ef þörf krefur er leit-
að samvinnu við fleiri sérfræð-
inga, svo sem sálfræðing, tal-
kennara, sjúkraþjálfara, lækni
eða aðra, allt eftir því hver
vandinn er. í framhaldi af at-
hugun er svo sett fram tillaga