Heimili og skóli - 01.10.1987, Qupperneq 19
Starfsfólk RSD er bundið
þagnarskyldu, og þeirra upp-
lýsinga, sem fólk veitir, er
vandlega gætt. Upplýsingar
eru ekki veittar þriðja aðila
nema með samþykki þeirra, er
þær varða. Starfsfólk skól-
anna, kennarar og aðrir eru
einnig bundnir þagnarskyldu.
Árangur af starfi RSD er mjög
háður því, að trúnaðarsam-
band náist milli okkar og
þeirra, sem til okkar leita. Við
leggjum okkur því fram um að
haga okkur samkvæmt því.
Samstarf við aðrar
stofnanir
RSD hefur samstarf við ýms-
ar stofnanir utan skólanna
sjálfra. Nærtækast er að nefna
félags- og heilbrigðisþjónust-
una, t.d. Svæðisstjórn um
málefni fatlaðra, Félagsmála-
stofnun Akureyrar, barna-
verndarnefndir hinna ýmsu
sveitarfélaga í umdæminu, og
barnalækna heilsugæslu-
stöðva eða Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri. Einnig
eigum við samstarf við geð-
deild FSA.
Nú kynnu ýmsir að hugsa
með sér, að þetta sýndi bara
fundagleði okkar, en óneit-
anlega þurfa aðilar að hitt-
ast og ráða ráðum sínum.
Við erum ennfremur ánægð
með að geta sagt með góðri
samvisku, að samstarf þessara
Sérkennsla fullorðinna, sem
hefst nú á haustdögum, er
einnig dæmi um áþreifan-
legan árangur af samstarfi
milli Fræðsluskrifstofu, Fé-
lagsmálastofnunar Akureyrar,
Svæðisstjómar og geðdeildar
FSA. Hér er um að ræða
tvenns konar tilraunaverkefni,
sem munu hafa mikil og já-
kvæð áhrif á velferð fjölmargra
einstaklinga, ef vel tekst til.
Að lokum
Fræðsluskrifstofan á Akureyri
hefur mjög verið í fréttum fjöl-
miðla undanfarna mánuði af
ástæðum, sem óþarft er að
rekja hér. Þetta hefur verið erf-
iður tími, og aðstaðan til að
stofnana hafi skilað áþreifan-
legum árangri. Þannig eigum
við þess kost að koma til móts
við börn með sérþarfir strax
frá fyrsta degi skólagöngu
þeirra. Sérfræðingar Svæðis-
stjórnar kynnast nefnilega
þessum börnum mjög ungum,
og geta þar með undirbúið
skólagöngu þeirra í samstarfi
við okkur. Það hefur ómælt
gildi fyrir nemandann, að
upphaf skólagöngu hans sé
sem ákjósanlegast.
sinna því, sem okkur ber, ekki
alltaf jafn góð. Við leyfum okk-
ur að trúa því, að sá kafli í sögu
stofnunarinnar sé nú senn að
baki. Aðilar hafa lýst vilja sín-
um til að jafna ágreining sinn,
og ákveðin skref hafa verið
stigin í því skyni. Við erum því
heldur bjartsýn nú í upphafi
skólaárs á það, að starfsskil-
yrði okkar fari einungis batn-
andi.
19