Heimili og skóli - 01.10.1987, Síða 20
Kristín Sigfúsdóttir:
Hvað ætlar þú að gera í málinu?
- Hvernig ætlar þú að standa vörð um rétt bams þíns? -
Þessar spurningar er að finna í
tvíblöðungi, sem Kennara-
samband íslands gaf út og
börnin okkar báru heim í tösk-
unum sl. vor. Ef til vill er þessi
bæklingur enn að velkjast eða
hefur verið fleygt ólesnum út í
horn. Ég las þessi skilaboð
sem beint var til mín og hef velt
þeim fyrir mér. Reyndar hef ég
oft hugsað um þessi mál síðan
börnin mín fóru í skóla.
Kennarar hafa í mörg ár talað
fyrir daufum eyrum lands-
manna um þann vanda sem
skólarnir eiga við að stríða og
fer sífellt vaxandi. Hvernig
komið er í skólamálum virðist
hafa birst þjóðinni sem nýr
sannleikur sl. vetur. Fjölmiðl-
ar hafa fjallað um skólamál í
erindum og greinum. Þessi
umfjöllun er löngu tímabær og
reyndar ekki lengur umflúin
því svo illt er í efni. Ég hef átt
börn í grunnskóla síðastliðin
níu ár og nær eingöngu verið
heimavinnandi foreldri, þar til
í vetur í fyrsta skipti í fullu
starfi sem framhaldsskóla-
kennari. Á þessum árum hef
ég orðið þess vör hvernig kenn-
araskortur, fjöldi í bekk og
þrengsli hafa fjötrað eðlilegt
skólastarf og bitnað á barni -
heimili og skóia. Ég hef líka
orðið vitni að því hvernig nem-
endur geta blómstrað af
ánægju og framförum þegar
ekkert þessara atriða hefur
staðið í vegi.
Síðastliðinn vetur gerist það
að prentað er frumvarp til laga
um að leggja niður fræðslu-
skrifstofurnar í núverandi
mynd. Vonandi verður þetta
frumvarp látið rykfalla. Ef
fræðsluskrifstofurnar yrðu
niður lagðar væri þar með
horfið aftur til fræðslulaganna
frá 1946 með stofnun einhvers-
20
konar ,,umboðsmannaem-
bættis“ (námsstjórastöðu)
eins og tíðkaðist fyrir mörgum
áratugum. Fræðsluskrifstof-
urnar eru traustur bakhjarl
skólastarfs í hverju umdæmi
og hafa náð mjög góðum ár-
angri í samnýtingu fagfólks og
ráðgefandi starfsemi.
Öflugar fræðsluskrifstofur
eru lífæð skólanna og að leggja
þær niður væri að greiða ung-
um kennurum endanlegt rot-
högg. Ef það yrði gert er ég
hrædd um að dynja mundi yfir
okkur auglýsingar um lausar
stöður utan Reykjavíkur, og er
þó nóg fyrir. Fræðsluskrifstof-
urnar þarf að efla og veita þeim
mikið meira fjárræði og fram-
kvæmdavald t.d. í útgáfu
námsefnis. Það er nánast
óhæfa að þessi skáldaþjóð með
heimsmet í bíla- og mynd-
bandaeign skuli ekki hafa efni
á eða dug til að gefa út skóla-
ljóð svo dæmi sé tekið. Skóla-
ljóð eru ekki til. Mér fýndist
vel athugandi að hver fræðslu-
skrifstofa gæfi út fyrir sitt um-
dæmi Ijóð eftir skáld lífs eða
liðin af viðkomandi svæði. Ég
trúi því ekki að viljann vanti til
að gefa út námsefni. Eitt er víst
að mörg börn og foreldrar eru
langþreytt á öllu lausblaða-
safninu. Fræðsluskrifstofurn-
ar eru líklegastar til að efla
námsgagnaútgáfu og sjá til
þess að litlir skólar í dreifbýli
verði ekki afskiptir. Ég hef
tvisvar sinnum leitað á náðir
Fræðsluskrifstofú Norður-
landsumdæmis eystra og í
bæði skiptin get ég fullyrt að
mikill vandi var leystur á
skjótan og auðveldan hátt. Það
er sannfæring mín að betri ár-
angur næst í allri kennslu í
grunnskóla ef gott samband er
milli foreldra og kennara ekki
síst ef börnin þurfa á aðstoð,
eða sérkennslu, að halda. Þá
verða foreldrarnir að ná góðu
sambandi við faglegan ráðgef-
anda svo þeir geti veitt barninu
stuðning og hjálp heima.
Fræðsluskrifstofurnar hafa
sannað gildi sitt í þessu leið-
beiningastarfi og unnið þrek-
virki til hjálpar börnum, for-
eldrum og kennurum.
Foreldrar við skulum standa
vörð.