Heimili og skóli - 01.10.1987, Blaðsíða 23
vegna heimilisástæðna, erfið-
leika í skóla, vistaða á sveita-
heimilum. Sé þetta síðasta úr-
ræðið, þá verður að vera til
staðar skipulagt starf sér-
menntaðs fólks til að aðstoða
hinn almenna kennara í dag-
legu starfi. Því einhver tilgang-
ur hlýtur að liggja að baki vist-
un fjarri heimilum.
Mikil þörf er því fyrir sér-
menntað fólk s.s. sálfræðinga,
sérkennara, þroskaþjálfa, tal-
kennara, sem starfi með skól-
anum. í litlum sveitarskóla er
nauðsynlegt að fá utanaðkom-
andi sérfræðinga til skrafs og
ráðagerða. Ekkert er eins
hættulegt og að einangrast
með erfiðleika hvort heldur er
hegðunarvanda eða námsörð-
ugleika.
Möguleikar litla skólans eru
miklir, og ástæða til að ætla að
árangur af skipulagðri með-
ferð sé meiri þar en í fjöldan-
um þar sem nemandinn týn-
ist.
Vegna mannfæðar á fræðslu-
skrifstofunni hér á Norður-
landi vestra hafa heimsóknir
þeirra í skólann verið fáar.
Skólaárið 1985-1986 kom sál-
fræðingur aðeins einu sinni í
skólann, og þá í lok skólaárs
en verkefnin voru ærin, ogjafn
brýn sem annars staðar. Sl.
vetur voru heimsóknir mun
tíðari, en sálffæðingurinn
gegnir jafnframt starfi sér-
kennara. Við finnum strax að
nú kemur starf fræðsluskrif-
stofunnar skólanum að gagni.
Þetta tókst með auknum
þrýstingi kennara og skóla-
stjóra. En hvað þýðir þetta fyr-
ir starfið í öðrum skólum hér í
umdæminu? Heimsóknum
fækkaði að sama skapi og
þeim fjölgaði hér.
Litla skólanum er nauðsyn-
legt að eiga aðgang að viðbót-
arkennslugögnum á fræðslu-
skrifstofu, s.s. þroskaspilum,
námsgögnum vegna lestrar-
örðugleika, og efni fyrir af-
burða greinda nemendur.
Við sjáum fyrir okkur vel
búna kennslumiðstöð á
fræðsluskrifstofu með efni á
myndböndum, tölvudiskling-
um, verkefnabanka, til útláns
í skólana og á heimilin.
Nauðsynlegt er að huga að
efni sem tengist nánasta um-
hverfi, t.d. í hverju fræðslu-
umdæmi. Verkefni sem skól-
arnir gætu tekið að sér að
vinna hver í sinni heimabyggð,
verkefni sem síðan nýttust
samfélaginu. Kanna mætti
samgöngur, byggðarmál, bú-
seturöskun, tekjur, mengun,
umhverfismál, atvinnuvegi,
þ.e. að virkja skólann sem einn
af hornsteinum byggðarlags-
ins. Þetta gæti verið framtíðar-
hlutverk fræðsluskrifstofu.
Með baráttukveðju.
Reynsla foreldris af Fræðsluskrifstofunni:
Fræðsluskrifstofan er foreldrum nauðsynleg
- Ingunn Sigurðardóttir -
Þegar sonur minn var 2ja ára
gamall komst ég að því að
hann var óeðlilega seinn til
framfara.
Ég fór með hann í nákvæma
rannsókn hjá sérfræðingum í
Reykjavík. Sú rannsókn leiddi
í ljós að hann þurfti að fá örvun
og aðstoð hjá sérmenntuðu
fólki.
Þessa hjálp fékk hann hjá
ráðgjafa- og sálfræðiþjón-
ustu Fræðsluskrifstofunnar á
Blönduósi. Hefði þessi starf-
semi ekki verið fýrir hendi
heima í héraði hefði ég orðið að
íhuga aðsetursskipti með tilliti
til þarfa drengsins.
Ég var mjög ánægð með alla
samvinnu við starfsfólk skrif-
stofunnar og það hve það lagði
sig fram um að ná árangri við
þjálfun hans. Er ég þeim afar
þakklát fyrir.
Starfsemi fræðsluskrifstof-
unnar stuðlar í raun að því að
hið sjálfsagða jafnrétti allra
bama til náms og þroska sé
virt og nái fram að ganga eins
og skýrt er kveðið á í grunn-
skólalögum. Því ber okkur að
efla hana eins og kostur er.
23