Heimili og skóli - 01.10.1987, Qupperneq 26
Tengsl grunnskóla og
framhaldsskóla
Sagt er að mörgum nem-
endum reynist erfitt nám á
framhaldsskólastigi vegna
þess að þar séu gerðar til
þeirra allt aðrar og meiri kröf-
ur en í grunnskólanum. Þessi
umræða hlýtur að verða skóla-
mönnum og öðrum sem upp-
eldi sinna umhugsunarefni.
Er stökkið virkilega svona
stórt? Eru námskröfur svo
ólíkar á stigunum? Vita kenn-
arar almennt á öðru skólastig-
inu hvað fram fer og hvers er
krafist af nemendum á hinu? Á
skólakerfið að vera ein órofa
heild frá 0 bekk til stúdents-
prófs? Hvers vegna er fólk yfir-
leitt í skóla?
Margs fleira mætti og ætti að
spyrja en látum nægja að
sinni.
Mér hefur fundist það ein-
staklingsbundið hve ungling-
um eru skólastigsskiptin hár
þröskuldur í vegi. Nemend-
ur sem hafa unnið jafnt og
vel í grunnskólanum virðast
ekki eiga erfitt með að svara
námskröfum framhaldsskól-
ans að því tilskildu að vinnu-
venjur þeirra breytist ekki.
Hinir sem hafa ekki lært að
skipuleggja tíma sinn og vinna
markvisst geta átt við ramman
reip að draga.
Hlutverk grunnskólans hlýtur
því að vera það að kenna nem-
endum að nýta tíma sinn vel
til þeirra verka sem þeim
eru ætluð. Ég held því títt-
heyrðar deilur kennara um
hvort eigi að kenna þessa eða
hina þekkingarmolana úr
einhverju fagi séu fánýtt þjark.
Það sem máli skiptir er hvort
og hvemig nemandinn vinnur
en ekki hvað hann gerir.
26
En hér stendur einatt hnífur-
inn í kúnni - og ekki bara einn
smákuti heldur margir stórir
og beittir rýtingar. Fjarska
margir nemendur í grunnskól-
anum eru nefnilega þar af því
að einhverjir kallar fýrir sunn-
an hafa búið til einhver lög sem
segja að börn séu skólaskyld í
níu ár. Einatt fylgjast svo for-
eldrar lítt með því sem börnin
eru að gera í skólanum og af-
leiðingin af öllu saman verður
skólaleiði. Leiður maður full-
orðinn vinnur ekki verk sitt
vel, hvað þá barn. Þegar þann
veg er í pottinn búið er hætt við
að kennarar fýllist hreinni
örvæntingu þegar þeir sjá í 2.
grein grunnskólalaganna hvað
þeim er ætlað að gera, - að ég
nú tali ekki um ef þeir eru líka
svo ólánsamir að vanta lesefni
og líta í námsskrána. Huggun
er þó harmi gegn að heimilin
eiga að leggja þar hönd á plóg-
inn - en bregðast of oft, því
miður.
Nám er vinna. Thkist heimili
og skóla að leiða barnið ff á leik
til vinnu þannig að það sé
ánægt og vinni verk sín vel ætti
ekki að vera ýkja breitt bil
milli grunnskóla- og fram-
haldsskólastigs hvað sjálft
námið varðar.
Ekki má gleyrna því að margir
nemendur fara í fyrsta sinn að
heiman til langdvalar þegar
þeir setjast í framhaldsskóla.
Það er ýmsum erfitt og vand-
séð hvemig framhaldsskólinn
getur leyst vanda þeirra sem
líður illa af þeim sökum.
Nærtækast er að við skólann
sé einhver sá starfsmaður sem
þessir nemendur geta leitað til
með vanda sinn. Sums staðar
mun svo vera og minnkar trú-
lega fyrrnefnt bil milli skóla-
stiga.
Það sem helst skilur á milli
gmnn- og framhaldsskólans í
námi eru prófin. Hverjum skil-
greindum áfanga námsgreinar
í framhaldsskóla lýkur með
prófi þar sem nemandi verður
að ná greininni eða teljist hafa
lokið tilskildu námi í henni. í
gmnnskólanum er þessu öðm
vísi varið. Hann er níu ára
skóli og í reynd er ekkert því til
fyrirstöðu að nemandi færist
upp um einn bekk ár hvert án
tillits til vinnubragða og náms-
árangurs.
Mælingu starfsárangurs með
prófum má margt til foráttu
finna og hirði ég ekki um að
tíunda það hér. Hins vegar
verða nemendur, heimili og
kennarar að hafa einhverja
stiku til að bregða á starf sitt.
Væri einhver til skárri en próf
í einhverri mynd þætti mér
vænt um að fá að vita það. I
grunnskólanum em engin
skyldubundin próf önnur en í
lok 9. bekkjar. Nemandi sem
steig í fýrsta sinn inn fyrir dyr
skólastofunnar haustið 1977
hefur ekki fyrr en í vor, tíu ár-
um síðar, þurft að sýna og
sanna að hann hafi náð lág-
marki námsmarkmiða sam-
kvæmt skilgreiningu náms-
skrár gmnnskólans. Vond lat-
ína þætti í háskóla ef stúd-
entar, sem þó em í skóla af fús-
um og frjálsum vilja, þyrftu
ekki fyrr en eftir 10 ára setu að
kvitta fyrir greiðann. Hætt er
við að einhver hrykki við þegar
þar að kæmi. Hvað þá um 15
ára ungling?
Ljóst er því að um tvær leiðír