Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.10.1987, Síða 31

Heimili og skóli - 01.10.1987, Síða 31
JÖN G. WMRÍNSSON Námsgagnastofnun hefur gefið út nýja kennslubók handa byrjendum í blokkflautunámi. Efni bókarinnar skiptist í sex kafla. Fyrstu fjórum köflunum er skipt í námseiningar og nemur hver kennslustund sem svarar einni opnu í bókinni. Æfingar eru fáar og einfaldar; tónskiptiæfingar til að æfa fingurna í að loka vel götum flautunnar og æfingar í að tengja saman tóna. Tónasafn fylgir hverri námseiningu og tákn og merki eru kynnt um leið og þau koma fyrir. í 3. og 4. kafla koma til breyttir tónar í auknum mæli, erfiðari fingrasetningar og æfingar ásamt tónstigum og tónstigsæfingum. Á eftir hverjum kafla er upprifjun á þeim táknum og merkjum sem kennd eru í kaflanum. I tveimur síðustu köflum bókarinnar eru viðbótarverkefni, auk jólasálma og algengra jólalaga. Verð bókarinnar er kr. 950,00. - Ef keypt eru 10 eintök eða fleiri er veittur 10% afsláttur. Bókin fæst ekki afgreidd af úthlutunarkvóta skólanna. Landafræði - íslandssaga ■ Heimilisfræði Við viljum vekja athygli á nýjum myndum sem framleiddar hafa verið á vegum Námsgagnastofn- unar. Á síðasta ári kom út myndin KANNTU TIL VERKA? Þar er bent á að heimilisstörf eru á ábyrgð allrar fjölskyldunnar, og sýnt hvernig algengustu störfin eru unnin. Á þessu ári hafa komið út þrjár nýjar myndir um landafræði islands, JÖKULÁR OG BERGVATNSÁR, JÖKLAR OG JÖKULROF og SAMGÖNGUR í ÖRÆFASVEIT. Þær fjalla um myndun jökla og fallvatna, hvern þátt þau eiga í mótun landsins og hvernig þau einangruðu ,,sveitina milli sanda” áður en árnar voru brúaðar. Myndin LANDNÁM iSLANDSgreinir frá tveimur nútímabörnum sem ímyndasér að þau séu uþþi á landnámsöld og séu í þann veginn að flytjast frá Noregi til íslands. Falleg mynd sem byggir að mestu á skuggaleikhústækni og er vel til þess fallin að kveikja áhuga á námi um landnám íslands. Við getum jafnframt boðið upp á nýjar erlendar myndir um Brasilíu, dýralíf í A.-Afríku og fleira. NÁMSGAGNASTOFNUN PÓSTHÓLF 5192 • 125 REYKJAVÍK

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.