Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1964, Page 3

Læknaneminn - 01.07.1964, Page 3
LÆ KNANEMIIUm títg. Fél. Læknanema Háskóla Islands. Reykjavík, júlí 1964 1. tbl., 17. árg. Þórarinn Guðnason: SiMLS PILONIDALIS Um leið og Læknaneminn þakk- ar Þórarni Guðnasyni lækni, fyr- ir skemmtilega grein, eru honum fluttar beztu afmælisóskir biaðs- ins, en Þórarinn varð fimmtugur þ. 8. maí s.l. I þriggja binda Nordisk Lære- bog i Kirurgi, sem ég og fleiri lás- um undir kandidatspróf fyrir um það bil aldarfjórðungi, fyrirfinnst ekki orð um sinus pilonidalis. En í kaflanum um proctologíuna hef ég skrifað eftir próf. Guðm. Thorodd- sen á spássíuna: „Fistlar frá meðfæddum sacro-coccygeal cyst- um geta mjög líkzt fistula ad an- um. Eru efst í rima inter nates. Therapie: Exstirpatio cystum.“ Nú á dögum mun þessum kvilla lýst í flestum kennslubókum í skurðlækningum, og sýnist mér þó að ýmsir höfundar geti hans furðu- lauslega. Annars jókst áhugi lækna á sjúkdómnum í síðari heimsstyrjöldinni sökum þess hve algengur hann var meðal hermann- anna. Þótti það ekki einleikið og vildu sumir kenna um miklum jeppaakstri á vondum vegum (Jeep disease). Heimildir tjá, að á árunum 1942—45 hafi 77.637 bandarískir hermenn verið undir læknishendi vegna sinus pilonidal- 2 is, auk níu þúsund hermanna sem leituðu læknis sökum annarra kvilla en reyndust haldnir þessum sjúkdómi. Á hans reikning voru skrifaðir 3.387.000 veikindadagar og kostnaður allur vegna sjúk- dómsins var talinn nema hvorki meira né minna en rúmum hundr- að milljónum dollara. Sjúklingur með sinus pilonidalis kemur oftast til læknis vegna ígerðarbólgu á sacro-coccygeal svæðinu, venjulega utantil við miðju, og þegar skorið er í ígerðina eða hún gerir út, batnar þetta í bili, en þó helzt fistillinn einatt opinn og gægjast þá stundum út úr honum litlir hárlokkar. Sé bet- ur að gáð sjást örlítil op, eitt eða fleiri, í botni skorunnar milli rass- kinnanna, nær endaþarmi en ígerð- in (1. mynd). Sjúkdómurinn er þrisvar sinnum algengari hjá körl- um en konum. Lengi var því trúað að kvilli þessi væri sköpulagsgalli. Sjúkl- ingarnir áttu að hafa meðfæddar cystur með hærðum veggjum milli húðarinnar og spjaldbeins eða rófubeins og þegar þær opnuðust út á yfirborðið var þetta nefnt sacro-coccygeal fistill eða sinus pilonidalis (pilus = hár, nidus = IISBú'KASAFK 53850 ÍSLANOS

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.