Læknaneminn - 01.07.1964, Page 4
LÆKN ANEMINN
hrc:3ur), eins og það má gjarnan
hc'.ta, þótt kenningarnar um upp-
runa sjúkdómsins hafi tekið
stakkaskiptum. Líklega hefur þessi
trú manna á missmíði sem hér eigi
hlut að máli valdið þeirri fárán-
legu nafngift, ,,tvíburabróðir“, sem
æðimargir íslenzkir sjúklingar —
og læknar? — taka sér í munn.
,,Ég er hérna kominn með hann
brcður minn á bakinu og langar til
að biðja yður að losa mig við
hann11, sagði sjúklingur, sem til
mín kom ekki alls fyrir löngu.
Þetta átti kannski að vera spaug
í og með, en var auðvitað full al-
vara.
Fyrst var skrifað um þennan
sjúkdóm 1847, en níutíu og níu
árum síðar birtist grein í Lancet
eftir tvo lækna, Patey og Scarff,
við Middlesex-sjúkrahúsið í Lon-
don, þar sem því er haldið fram,
að orsök sjúkdómsins sé ekki
meðfædd, heldur særist húðin í
rassskorunni af líkhárum, sem
bori sér æ dýpra og myndi þannig
ganga, sem síðan inficerist. Þegar
svo hárin losni í fyllingu tímans,
hverfi þau inn um fistilopin.
Rökin sem styðja þessa kenn-
ingu eru margvísleg, en hér skal
drepið á fá ein:
1. Sinus pilonidalis kemur aldrei
fyrir á bömum og sjaldan ungling-
um fyrr en um það leyti sem hár-
vöxtur er kominn á fullorðins-stig.
2. Sjúkdómurinn er algengastur
meðal þeirra sem eru vaxnir miklu
líkhári, dökku og stríðu.
3. Einstök hár og lokkar í fistl-
inum eru ævinlega laus og bendir
ekkert til þess, ekki heldur vefja-
rannsókn á fistil- og cystuveggj-
um, að hárin hafi nokkurn tíma
staðið þar inni „föstum fótum“.
4. Sjúkdómurinn tekur sig iðu-
lega upp eftir rækilega excision á
svæðinu, jafnvel margendurtekna,
svo að óhugsandi verður að telj-
ast að nokkur fistilkrókur eða
kimi hafi verið eftir skilinn.
5. Samskonar fistlar koma fyrir
— þó sjaldnar sé — á öðrum stöð-
um líkamans, í greipum rakara (2.
mynd), í amputationsstúfum, ax-
illa, perineum og nafla. — Ég hef
séð typiskan sinus pilonidalis með
hárlokk og öllu tilheyrandi í nafla
á tvítugum manni, sem er mjög
loðinn og strýhærður.
Flestir sem tekið hafa boðskap
Middlesex-læknanna trúanlegan,
slá þann varnagla að þótt fæstir
sacro-coccygeal fistlar séu af með-
fæddum rótum runnir, kunni þó
einn og einn að vera það, t.d. hjá
því fólki, sem engan sjáanlegan
hárvöxt hefur á þessu svæði. Spá
mín er sú, að þessar efasemda-
raddir eigi eftir að þagna með öllu,
cg kynni þá skýringin að felast í
kenningum þeirra, sem álíta að
,,dauð“ hár annars staðar af
bkamanum berist niður eftir bak-
inu innan klæða og valdi fistlum.
Svo mikið er víst, að sum hárin í
sinus pilonidalis „standa á haus“
en önnur ekki og eru þó hvor-
tveggja laus.
Eins og nærri má geta á kenn-
ing þeirra Pateys og Scarffs langt
í land að sigra allan hinn kírúrg-
íska heim. Átján ár eru ekki lang-
ur tími til að þoka úr vegi rótgrón-
um, síendurteknum kennisetning-
um. En það er fleira en uppruni
þessa sjúkdóms, sem skoðanir eru
skiptar um; meðferð hans engu
síður. Naumast virðist vera hægt
að stinga niður penna um sinus
Dilonidalis nema segja um leið frá
nýrri variation í meðferð. Sumir
höfundar vilja kljúfa ganginn upp
og skafa, fylla sárið með tróði og
láta það holdfyllast, en flestir
eru þó enn í dag sammála Thor-