Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1964, Qupperneq 14

Læknaneminn - 01.07.1964, Qupperneq 14
LÆKNANEMINN H frá cyclopentan-perhydrophenant- ren kjarna. Um fjórðungur allra illkynja æxla finnst í líffærum, sem eru undir stjóm þessara hormóna, þ.e. í mamma, uterus, ovarium og prostata. Þessir f jórir flokkar carcinogena eiga það sameiginlegt, að breyta fmmunni á einn eða annan hátt, svo sem að raska enzymakerfum hennar eða arfberunum. Veirur eru byggðar upp af kjarnasýrum, ým- ist af DNA eða RNA-týpu, og lifa einungis intracellulert, ýmist í kjarna eða prótóplasma eftir teg- undum. Veirur af DNA-týpu kunna ef til vill að ganga inn í DNA-móle- kúlið, þ.e. arfberana (genin) og valda með því arfberabreytingu, sem síðan leiði ef til vill til frumu- skiptingar. Jóníserandi geislar, sem eru orkuhlaðnar eindir, ryðj- ast inn í fmmuna eins og byssu- kúla, og geta ef þær hitta kjarna- sýrumólekúl, splundrað því, eða hrakið frá því atóm. 5. Co-carcinogen. Með orðinu er átt við öfl, sem hafa ekki carci- nogen verkun sjálf, heldur stuðla að því, að carcinogenin komi fram starfi sínu. Undir þennan flokk telst legió af mögulegum orsaka- völdum, og jaðrar sumt við að vera hrein fílósófía. Nokkrir helztu þættir skulu nefndir. Ættgengi: Löngu er það kunnugt, að tilhneig- ing til að fá æxli í ákveðin líffæri liggur í ættum. Reyndar er litið svo á, að ekkert allsherjar ,,can- cergen“ sé til, heldur hafi hver vefur eða líffæri sér samsvarandi arfbera í frumunum, sem það stjómist af (3). Til dæmis mætti hugsa sér, að maður með „cancer- labílt magagen" ætti á hættu að fá ca. ventriculi, ef áðurtalin carci- nogen fengju að leika lausum hala í maga hans, eða kæmi jafnvei spontant. Hann gæti svo arfleitt afkomendur sína að þessum slæma eiginleiga með arfberanum. Krón- ísk irrítatíon: Á stöðum, þar sem vefur verður fyrir langvarandi, sí- felldu hnjaski, má ekki mikið út af bera í jafnvæginu milli vefseyð- ingar og endurmyndunar, til þess að af stokkunum hlaupi ekki æxl- isvöxtur. Þannig má nefna sem dæmi æxlisvöxt í gömlum maga- sárum. Líta má á magn og tíma- lengd þá, sem carcinogenin fá að verka, sem nokkurs konar co- carcinogen, svo og umhverfi og starf mannsins. Það sézt af þeirri staðreynd, að þeim mun eldri sem maður verður, eru meiri líkur á, að hann fái einhvers staðar æxlis- vöxt. Annars koma æxli einnig fyr- ir hjá bömum, en það skrifast á reikning meðfædds galla. Enn- fremur hefur verið hakbð fram sem orsökum, vefja-anoxíu, nær- ingarskorti, eftirstöðvum smit- sjúkdóma, auto-immunition, al- mennu mótstöðuleysi, sem fylgi elli, o.fl. Erfitt er að skýra það flókna vandamál, hvers vegna og hvernig æxli tekur að vaxa einmitt á þessari stundu, og í þessu ákveðna líffæri, eða hver af or- sakavöldunum byrjar, enda hefur líklega engum tekist það ennþá. Þessir faktorar, sem áður ha.fa verið taldir, taka höndum saman, tveir, þrír, fjórir eða fleiri, og vinna sitt verk í kyrrþey, þar til veikasti hlekkurinn, ,,locus minoris resistentiae", í vöminni brestur, og cancerinn marserar fram á sjónarsviðið öllum að óvörum, jafnvel þar sem sízt skyldi. Tegundir lungnaæxla. Lungnaæxli skiptast í prímer og sekúnder æxli eftir því hvort þau eiga uppruna sinn innan eða utan lungnanna. A. Prímer æxli.

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.