Tækni - 01.06.1943, Blaðsíða 3

Tækni - 01.06.1943, Blaðsíða 3
TÆKNI Útgefandi: Tækni, félag manna, sem stunda verkfræðistörf. 1. árg. Júní 1943. 1. tbl. FYLGT ÚR HLAÐl Islenzk tækni. Tímariti þessu, sem nú hefur göngu sína, er ætlað að flytja almenningi fróðleik og sér- fróðum mönnum nokkra hvatningu til starfa á tæknilegum grundvelli. Það mun verða reynt að láta ritið flytja efni, sem styður að almennum þroska á sviði tækn- innar og hvetur þá, sem eru á einhverj- um vegum hennar, til samstarfs og fram- göngu. Við íslendingar erum, sem auðskilið er, yfirleitt nokkuð á eftir nágrannaþjóð- um vorum í því, er snertir tækni og vís- indi. Enginn má af því ráða, að hér á ís- landi séu verri skilyrði til mannþroska á sviði tækninnar frá náttúrunnar hendi ,en annars staðar. Síður en svo. Mann- fæðin er okkur aðalþrándur í götu. Stórþjóðirnar hafa að öllum jafnaði mestu að miðla, eins og auðsætt má vera. Þær hafa venjulega nóg fjármagn til að verja til rannsókna og fleira fólk til að velja úr hina ágætu, en þeir eru ávallt fleiri þar, sem fjöldinn er meiri, að öðru jöfnu. Þar eru og fleiri notendur fram- leiðsluvörunnar og loks fleiri skattskyld- ir þegnar til að standa straum af rann- sóknarkostnaði. Stóriðjuver framleiða að jafnaði svo mikið af verzlunarvöru, að fáir hundr- aðshlutar af söluverði framleiðslunnar eru nægur fjárforði til rannsóknarkostn- aðar fyrir iðjuna, og þó er hann e. t. v. 2—3 milj. kr. árlega. Mörg þúsund efna- blöndur, hundruð fullgerðra véla, bæði til smíði á öðrum vélum, áhöldum eða til iðnaðar, hafa verið dæmdar ónýtar hjá sumum fyrirtækjum. Annað nýtt hefur verið fundið og reynt, jafnvel heildar- fyrirkomulagi iðjuversins verið gerbreytt í þeim tilgangi að ná fullkomnari fram- leiðslu. Slíkt sem þetta endurtekur sig sí og æ, meðan framvinda hinnar stórbrotnu nútímatækni heldur áfram. Yér Islendingar getum ekki staðizt slík útlát sem aðrar þjóðir sökum fá- mennis. Því verðum vér að afla oss þekk- ingar annars staðar frá og kappkosta að hagnýta hana sem bezt í þarfir vorar; hafna því illa og velja það, sem heppi- legt er við íslenzka staðhætti, en það er oft hinn mesti vandi að samræma hið fundna og notfæra það. .. . Oss íslendingum hættir við að , skruma af gáfum vorum og or unnar. g.e^u^ en jjafa ag gama skapi gát á, að nám vort verði oss sönn menntun. TÆKNI 1

x

Tækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tækni
https://timarit.is/publication/1886

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.