Tækni - 01.06.1943, Blaðsíða 25
Næst komst hreyfing á rafveitumálið
sumarið 1941. Um miðjan júlí var gengið
frá framhaldssamningi um bygginguna
við sömu aðilja og áður. Hefði verð raf-
veitunnar, eftir þáverandi verðlagi, orðið
um 330.000 krónur. Dráttur varð þó á af-
greiðslu sýsluábyrgðarinnar, svo að end-
anlega varð ekki gengið frá samningum
fyrr en í ágústlok (1941). Yar samið við
verksmiðjur í Englandi um smíði á vélum
og virkjum rafveitunnar. Annað efni var
pantað frá Ameríku. Kom það haustið og
veturinn 1941.
Smíði vélanna og afgreiðsla tók miklu
lengri tíma en í fyrstu var gert ráð fyrir.
Stuttu eftir, að samið var um smíðina,
gengu í gildi í Englandi strangari reglur
en verið höfðu um útflutning þaðan. Þó
tókst að fá útflutningsleyfi að nýju, en
sumarið 1942, um það bil er vélarnar voru
fullsmíðaðar, var enn hert á útflutnings-
reglunum, svo að heita mátti, að um fullt
útflutningsbann á vélum væri að ræða. Þó
tókst að fá túrbínuna fljótlega, eftir að
smíði hennar var lokið, en rafall, spennar
o. fl. fékkst loks fyrir milligöngu brezka
sendiráðsins hér nokkrum mánuðum eftir,
að smíði þeirra var lokið, í nóvembermán-
uði s.l. Ýmis mæli- og öryggistæki eru þó
enn ókomin, er þessar línur eru ritaðar,
þótt þau séu löngu tilbúin til afgreiðslu.
Kostnaðurinn við rafveituna, orkuver, há-
spennulínu og innanbæjarkerfi verður alls
um 420.000 kr. eða um 1680 kr. á virkjað
hestafl. Þar af er kostnaðurinn við sjálft
orkuverið um 340.000 kr. eða um 1360 kr.
á virkjað hestafl.
Vatnsmagn og afl.
Garðsá rennur eftir samnefndum dal, er
gengur suðvestur í fjöllin milli Ólafsfjarð-
ar og Fljóta. Vatnasvæði árinnar er um
20 km2 og nær upp í 800—900 metra hæð
y. s.
TÆKNI
Vatnsrennsli árinnar var fyrst mælt ár-
ið 1930 og hefur verið mælt síðan af og til,
þegar rennsli hefur verið lítið. Virðist skv.
mælingunum sem minnsta rennsli síðan
1930 hafi orðið 160—170 ltr. á sek., sam-
svarandi um 8—8,5 ltr. rennsli af hverj-
um km- vatnasvæðisins. Er það svipað og
rennsli Fljótaár, en hún hefur verið mæld
stöðugt síðan 1929, enda eigi báðar árnar
upptök í sama fjallgarðinum.
Flest árin, síðan mælingarnar hófust,
hefur þó minnsta rennsli Garðsár verið
töluvert yfir 170 ltr./sek., og þau árin, sem
það varð svo lítið, hefur það aðeins staðið
í örfáa daga nema árið 1937. Þá flutti áin
aðeins um 170 ltr./sek. mikinn hluta marz-
mánaðar.
Virkjuð fallhæð árinnar er um 73 metr-
ar og afl túrbínu við 170 Itr./sek. rennsli
um 130 hestöfl.
Nægileg dægurmiðlun á vatninu fæst í
lóni, sem myndast ofan við stíflu virkjun-
arinnar. Er því við 170 Itr./sek. rennsli
hægt að nýta 250 hestöfl í um 12þ^ klst. á
sólarhring, en það samsvarar um 4560 klst.
árlegum nýtingartíma.
Virkjunin.
Áin er stífluð, þar sem hún rennur út
úr aðaldalnum, stutt ofan við bæinn Garð.
Stíflan er úr steinsteypu, nema austur-
endinn er jarðstífla. Hæð steinstíflunnar
í árfarveginum er rúml. 4 metrar. Lengd
steinstíflu um 20 m., en jarðstíflu um 38 m.
Þrýstivatnspípan er um 620 metrar á
lengd. Efst eru 500 metrar af 50 cm. víðri
trépípu, en neðst 45 cm. víð járnpípa.
Vatnstúrbínan er þrýstingstúrbína 250
hestöfl. Hraði hennar er 600 snúningar á
mín. Hún er af túrbínugerð („turgo im-
pulse“-hjól), sem er eins konar milliliður
á milli venjulegra pelton- og francis-
túrbína. Svo sem kunnugt er, eru vissir
staðhættir þannig, að bæði háfalls- og lág-
19