Tækni - 01.06.1943, Blaðsíða 33

Tækni - 01.06.1943, Blaðsíða 33
og félagar hans handfylli af óhreinum tvist hjá hverju teikniborði. Þetta var vissulega ánægjulegt svar. En sem sagt, þeir ungu hafa áberandi geig af því þreif- anlega og sérstaklega vélum, að mér finnst. Þeir vilja helzt „konstrúera“ út frá bók- unum einum“. Samtalið heldur áfram og lýkur með eftirfarandi: „Gott verður það ekki, fyrr en við lær- um að meta hina verklegu reynslu sam- fara bóknáminu í iðnaðinum. Það mundi verða mikil hamingja fyrir Danmörku, ef við gætum komið á slíku samræmi milli þessara tveggja grundvallarskilyrða fyrir framförum iðnaðarframleiðslunnar“. Það þarf ekki miklu hér við að bæta. Prófessorinn á hér við nemendur sína á „polyteknisk Læreanstalt“, sem flestir hafa ekki annað en stúdentspróf, þegar þeir byrja þar nám. Hins vegar er eitt af inntökuskilyrðum verkfræðingaskólanna „Teknika“, að viðkomandi hafi að minnsta kosti 4 ára verklega reynslu, áður en þeir fá að ganga undir inntökupróf. Enda þótt sömu kennslubækur séu notaðar bæði við „Teknika“ og „polyteknisk Læreanstalt", hafa Teknika-verkfræðingarnir verklegu reynsluna fram yfir hina. Þeir hafa líka sýnt það í verki, eftir að þeir koma út frá skólanum, hvað verklega reynslan er þeim mikils virði. TÆKNIFRÉTTIR HREINSUN SMURNINGSOLÍU Fyrirtæki, sem lengi hefur verið þörf hér á landi, hefur nýlega tekið til starfa, en það er Olíuhreinsunarstöðin, Sætúni 4, Reykjavík. Langalgengast mun það hafa verið, að allri notaðri og óhreinni smurningsolíu væri kastað, og hefur það að sjálfsögðu verið gert án þess, að menn gerðu sér grein fyrir, hvílíka sóun á verðmæti væri um að ræða. Nágrannaþjóðir vorar hafa um margra ára skeið haft hreinsunarstöðvar til þess að geta hagnýtt alla óhreina smurnings- olíu. Lengst á þessu sviði munu Svíar og Þjóðverjar vera komnir, en þeir taka til hreinsunar alla notaða smurningsolíu, frá hvaða vélum sem er. Margir vélgæzlumenn ganga með þá grillu, að þegar olían hafi verið Jiotuð um skeið og hún sé orðin óhrein, þá hafi hún með öllu tapað smurningshæfileikum sín- um. Hér er um þá reginvillu að ræða, að úrbóta er full þörf. Mikið hefur verið talað um sparnað, og þess hefur ekki verið vanþörf, en þess er ekki síður þörf nú, þegar um aðfluttar vörur er að ræða, jafn þröngt og er um alla aðflutninga sökum skipaskorts. Nú, þegar vélaeigendum er bent á þann möguleika, að hreinsa notaða smurnings- olíu og nota hana á ný, vakna þeir vonandi til meðvitundar um það, hvaða verðmæt- um þeir kasta á glæ með því að notfæra sér það ekki. Meðalverð smurningsolíu mun nú vera nálægt 3,00 kr. pr. kg, en hreinsun á kg í hinni nýju hreinsunarstöð mun vera ná- T Æ K N I 23

x

Tækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tækni
https://timarit.is/publication/1886

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.