Tækni - 01.06.1943, Blaðsíða 24

Tækni - 01.06.1943, Blaðsíða 24
Höskuldur Baldvinsson: Raíveita Ólatsíjarðar. 1 desembermánuði s.l. tók til starfa ný rafveita í Ólafsfirði. Afl sitt fær rafveit- an frá vatnsorkuveri, sem byggt var við Garðsá, smáá, sem rennur niður í Ólafs- fjarðarvatn vestanvert um 2 km. innan við kauptúnið. Byggingarsaga rafveitunnar er löng og allmerkileg. Hún hefst árin 1933—34, en þá voru gerðar mælingar og áætlanir um virkjunina. Var gert ráð fyrir að virkja 250 hestöfl, en áætlaður stofnkostnaður var um 160.000 krónur. Leitað var til Alþingis um ríkis- ábyrgð á láni til byggingarinnar, og veitti það ríkisstjórninni heimild til að ábyrgj- ast 50.000 kr. lán í því skyni. Sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu samþykkti einnig að veita sýsluábyrgð á láni til virkjunarinn- ar, skv. kostnaðaráætluninni. Vegna örð- ugra fjárhagsástæðna hér á landi um þess- ar mundir fékkst þó ekki nauðsynlegt lán, og féll málið niður um sinn. Næst komst skriður á málið árið 1938— 39. Þá var svo komið, að olíuhreyfilsstöð, er starfað hafði í kauptúninu um alllangt skeið, var orðin ónothæf og rafveitukerfi kauptúnsins svo úr sér gengið, að það var ekki talið viðgerðarhæft. Var þá ekki um aðrar leiðir að ræða en hverfa frá raflýs- ingu í kauptúninu, reisa nýja olíuhreyfils- stöð eða byggja vatnsaflsstöð við Garðsá. Var þá í fyrstu athugað um byggingu 50 ha. vatnsorkuvers aðallega til að fullnægja rafljósaþörf kauptúnsins. Þó var fljótlega horfið frá því ráði, en ákveðið að full- virkja ána með byggingu 200—250 ha. orkuvers. Var leitað til Alþingis um end- urveitingu á ríkisábyrgð á 50.000 kr. Sam- þykkti Alþingi ábyrgðina eftir mjög harð- ar og sögulegar umræður. Vorið 1939 var málinu komið svo langt, að fengin var trygging fyrir nauðsynlegu láni til virkjunarinnar með því skilyrði, að sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu endur- veitti sýsluábyrgðina frá 1934. Sýslunefnd- in taldi þó ekki rétt að veita sýsluábyrgð- ina, fyrr en búið væri að athuga nánar, hvort ekki væri hentugra fyrir Ólafsfjörð að fá raforku frá öðrum héruðum, t. d. frá Laxárvirkjun eða Fljótaá. Fór mestur hluti sumars 1939 í þóf um málið, en seint í ágúst, eða 5 dögum áður en styrjöldin hófst, var loks komið svo langt, að samið var um byggingu rafveitunnar fyrir 215.000 kr. við Höskuld Baldvinsson og Gísla Johnsen í Reykjavík. Innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fékkst þá aðeins fyrir efni í innanbæjarkerfi rafveitunnar, og var ákveðið að byggja það, þótt bygging- in að öðru leyti yrði að bíða. Þrátt fyrir truflun þá, er ófriðurinn olli, tókst þó að fá efni í bæjarkerfið og byggja það ásamt hluta af stíflu í Garðsá haustið 1939. Meira var ekki hægt að framkvæma þá um haustið vegna efnis- skorts, en samningurinn um bygginguna ógiltist vegna breyttra aðstæðna af völd- um stríðsins. Var lappað upp á gömlu olíuhreyfils- stöðina og hún notuð næsta vetur ásamt nýja innanbæjarkerfinu. 18 TÆKN I

x

Tækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tækni
https://timarit.is/publication/1886

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.