Tækni - 01.06.1943, Blaðsíða 22
Osmos-hreyfillinn er sameining af venju-
legum spanhreyfli og tíðnibreyti af Le
Blancs-gerð. Forvaf (primærvikling) er á
þessum hreyfli, undið á snúð og eftirvaf
(sekundærvikling) á stator. Á snúðnum er
aukavafi komið fyrir í nótunum undir for-
vafinu. Þetta aukavaf er tengt við straum-
vendi og svarar til rakstraumsvafsins á
fasastillinum. Á straumvendi eru 3 bursta-
pör, sem tengd eru við eftirvafið á stator,
svo að sá rafkraftur, sem myndast í rak-
straumsvafinu, fer gegnum straumvendi
inn í eftirvafið og getur þess vegna notast
til að endurbæta fasviksstuðulinn.
Segulmögnunarstraumurinn í forvafinu
(snúð) myndar hverfisvið, sem snýst með
samfasa hraða í hlutfalli við snúðvöfin.
Þetta svið spanar upp í þeim stöðugan
rafkraft, sem verkar á burstana. Snúðvöf-
in snúast hér um bil með samfasa hraða,
svo að sviðið snýst með slipphraðanum
n, n2 í hlutfalli við burstana. Fasviks-
stuðullinn verður miklum mun betri við
lítið álag, en hann minnkar, ef álagið
eykst. Venjulega eru burstarnir þannig,
að cos,9? = 1 við venjulegt álag.
III. Endurbætur á bæði hraða og
fasviksstuðli.
Venjulega eru eftirtaldar aðferðir not-
aðar:
a. Kramer-kerfið.
b. Schrage-hreyfillinn.
ci. Kramer-kerfið.
Snertihringirnir á aðalhreyfli (span-
hreyflinum) eru tengdir snertihringjun-
um á einsnúðsriðlinum (etankeromformer)
á 7. mynd. Frá rakstraumshlið einsnúðs-
riðilsins fer straumur til rakstraumshreyf-
ils með utanaðkomandi segulmögnun
(fremmedmagnetisering), sem er frá rak-
straumskerfinu neðst á myndinni. Þessi
hreyfill er á sama ás og aðalhreyfillinn,
svo að sveifarafl (drejningsmoment) hans
bætist við spanhreyfilinn. Breyting á sviði
rakstraumshreyfilsins myndar breytingu
á mótspennunni í hreyflinum og þar með
tilsvarandi breytingu á rafkraftinum við
rakstraumsburstana í einsnúðsriðlinum.
Þar sem hlutfallið milli rakstraums- og rið-
straumsspennu í einsnúðsriðlinum er
óbreytilegt, mun hækkun rafkraftsins á
rakstraumshliðinni valda tilsvarandi
hækkun spennunnar á riðstraumshliðinni.
Aukning spennunnar við snertihringina
er því hið sama og hækkun rafkraftsins
í snúðrás spanhreyfilsins. En eina leiðin
til, að þetta sé hægt, er að auka slippið.
Með því að auka svið rakstraumshreyfils-
ins eykst slipp spanhreyfilsins.
Slipporkan, sem myndast við snerti-
hringina, fer yfir í einsnúðsriðilinn og
þaðan til rakstraumshreyfilsins. Ef rak-
straumshreyfillinn og spanhreyfillinn eru
á sama ás, bætist þessi orka við álagið,
svo að sú orka, sem vélasamstæðan skilar,
er óbreytileg og er ekkert undir hraðan-
1«
T Æ K N I