Tækni - 01.06.1943, Blaðsíða 20
statorskrúfur hreyfilsins, eins og sýnt er
á 3. mynd, mun frá kerfinu koma straum-
ur, sem er 90° á undan spennunni. Þessi
straumur mun vera óbreytilegur, en við
að velja rétta stærð af rýmd (kapacitet).
þéttanna er hægt að útrýma hinum watt-
lausa „komposant“ við venjulegt álag,
þannig að coscp = 1. Við lítið álag mun
straumurinn koma á undan spennunni.
Þéttar, sem eru notaðir á þennan hátt, eru
mjög einfaldir og eru því notaðir mjög
mikið. Það er einnig hægt að nota þétta í
snúðrásina til að bæta fasviksstuðulinn,
en sú aðferð er óhentug, þar sem bæði
tíðni og spenna eru svo lág í snúðnum, að
það mundi vera nauðsynlegt að nota mjög
stóra þétta.
b. Le Blanc’s fasastillir.
Eins og áður er getið, er hægt að fá
betri fasviksstuðul með því að tengja þétti
í snúðrásina. En þar sem hér mun þurfa
að nota stóra þétta, hefur verið fundin
önnur betri aðferð, er nefnist Le Blanc’s
fasastillir.
Le Blanc’s fasastillir fyrir þrífasa span-
hreyfil samanstendur af venjulegum rak-
straumsvöfum með 3 burstum (eða 3
burstum pr. pólpar, ef fleiri en 2 pólar eru
notaðir), sem er komið fyrir 120 raf-
magnsgráðum hvor frá öðrum á straum-
vendinum. Þessir burstar eru svo tengdir
við snertihringina (kontaktringene) á
snúð.
Verkanir fasastillisins er hægt að bæta
með því að láta innfærða rafkraftinn í
snúð spanhreyfilsins fá hornvik í hlutfalli
við snúðstrauminn, sem er mismunandi
frá 90°. Þessu er hægt að ná með því að
koma fyrir í stator fasastillisins þrífasa
segulmögnunarvöfum og tengja þau í röð
eða samhliða burstunum. Straumarnir í
þessu vafi mynda hverfisvið (drejefelt),
sem snýst af sama hraða og sviðið, sem
myndast af straumunum í snúðvafinu.
Þessi tvö svið munu því í sameiningu
mynda samanlagt svið.
Á 4. mynd er sýnd raðartenging af
segulvöfunum. Með því að nota þessa teng-
ingu mun aðeins lítill snúðstraumur vera
við lítið álag og þess vegna einnig lítill
kraftlínustraumur og þar af leiðandi lítill
rafkraftur í snúðnum. Þessi tenging hef-
ur því litlar verkanir, þegar álagið er lítið.
Á 5. mynd er sýnd samhliða tenging af
segulvöfum (Scherbíus fasastillir). Kraft-
línustraumurinn d>, sem er framleiddur af
statorvöfunum, er í beinu hlutfalli við þá
14
T Æ K N I