Tækni - 01.06.1943, Blaðsíða 18

Tækni - 01.06.1943, Blaðsíða 18
galla, að slipporkan tapast. Þessi aðferð er því mjög kostnaðarsöm, sérstaklega ef nota þarf stór viðnám. Af þeirri ástæðu, hvað viðnámið notar mikla orku, er þessi aðferð ekki mikið notuð nema þar, sem þarf litlar hraðabreytingar, ca. 10%, eða þar sem hraðabreyting er sjaldan notuð, enda þótt tækið í sjálfu sér sé mjög ódýrt. d. Kaskade-tengingin. Erfiðleikarnir með að notfæra sér slipp- orkuna eru fólgnir í því, að sú spenna og tíðni, sem orkan þarfnast, breytist með snúningsfjölda snúðsins. Það er þó hægt að notfæra sér orkuna á tvennan hátt. Annaðhvort getur maður breytt henni í venjulega spennu og tíðni og sent hana þá aftur út í orkukerfið eða notað hana til annarra hreyfla á sama ás og þannig breytt henni í vélaorku, er bætist við það afl, sem aðalhreyfillinn á að vinna. Við Kaskade-tengingu er notuð hin síðar nefnda aðferð, þar sem slipporkan er notuð fyrir annan spanhreyfil á sama ás og aðalhreyf- illinn er á, eins og sýnt er á 1. mynd. Á myndinni sést, að snúður fyrsta hreyf- ilsins er tengdur við stator á hinum, svo að sá mótrafkraftur, sem kemur inn í snúðrás fyrsta hreyfilsins og minnkar þar hraðann, er mótrafkrafturinn í statorvöf- unum í hreyfli II. Tveir aðalgallarnir við notkun Kaskade- tengingar eru: í fyrsta lagi, að það þarf tvær vélar, en það eykur útvegunarkostn- að, og auk þess eru vélarnar rúmfrekar, í öðru lagi verður coscp (effektfaktoren) lítill, þar sem báðar vélarnar þurfa segul- mögnunarstraum. Við Kaskade-tengingu er hægt að fá þrjá snúningshraða, en við tvo af þeim þarf ekki að nota nema aðra vélina. En ef aðeins óskast tveir hraðar, sem eru í hlutfallinu 2: 1, skulu báðar vél- arnar hafa jafnmarga póla, og geta þær unnið samhliða (parallel) við meiri hrað- ann. Á þeim stöðum, þar sem hraðarnir skulu vera í því hlutfalli hvor til annars, að ekki sé hægt að nota snara (pólskipt- ingu), má stundum notaKaskade-tengingu. II. Hækkun á fasviksstuðli. Bezt væri að hafa hreyfla með fasviks- stuðlinum = 1. Þær aðferðir, sem venjulega eru notaðar til að bæta cosqp á spenhreyflum, eru: a. þéttar. b. Le Blancs fasastillir. c. „kompenseraðir“ spanhreyflar. Til þess að skilja aðferðirnar til að bæta upp coscp er nauðsynlegt að þekkja eitt- hvað til „vektordiagrammet". Á 2. mynd er kraftlínustraumurinn <!>, og í fasa með honum er segulmögnunarstraumurinn Im, sem þarf til að mynda hann. Kraftlínu- straumurinn myndar rafkraftinn E^ í 12 T Æ K N I

x

Tækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tækni
https://timarit.is/publication/1886

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.