Tækni - 01.06.1943, Blaðsíða 10
Fjaðrandi og sveigjanleg tengsl. T. h. samsett tengslin. T. v. tengslishlutarnir. Krossinn í miðj-
unni er úr fjaðrandi efni. (Renold).
e. hálfkross-reimdrif.
1. Bein tenging. Þegar aflvél er tengd
beint inn á ás vinnuvélar, er snúningshraði
beggja jafn og snúningsátt beggja sú sama.
a. Föst tenging. Slíka tengingu má nota
til aflyfirfærslu á rafala, dælur, þjöppur
og aðrar vélar, sem lítið viðnám veita í
ræsingu. Til skýringar skal þess getið, að
ræsiviðnámið má vera allt að
12%, ef vélin er tveggja strokka dieselvél
15% - — - þriggja — —
20% - — - fjögra — eða meir
af venjulegu álagi við réttan snúnings-
hraða hreyfilsins.
Sé vinnuvélin rafall, er álagið ekki sett
á hann, fyrr en aflvélin hefur náð fullum
snúningshraða.
Ef vinnuvélin er venjuleg, einföld mið-
flóttaaflsdæla, þarf einungis að gæta þess
að opna lokann á þrýstipípu dælunnar
smátt og smátt, með vaxandi snúnings-
hraða hreyfilsins. Öðru máli gegnir um
margfaldar háþrýsti-miðflóttaaflsdælur.
Sé um slíka vinnuvél að ræða, ber að leita
Keðjunúning'stengsl. T. h. sést keðjan, sem spenn-
ist út í tengiskálina og hólkinn í miðjunni og
tengir. (Renold).
4
TÆKNI