Tækni - 01.06.1943, Blaðsíða 15

Tækni - 01.06.1943, Blaðsíða 15
reima aukizt á síðari árum. Ásafjarlægð- in má vera mjög lítil og á að vera sem minnst. Annað reimhjólið eða önnur vélin þarf að vera hreyfanleg, svo að hægt sé að auka fjarlægðina, eftir því sem reimarnar togna. Sé það ekki, verður að koma fyrir strekkihjóli. V-reimar eru framleiddar í mismunandi stærðum. Þær eru samfelldur, saumlaus hringur, og eru lengdin og gild- leikinn valin eftir ásafjarlægðinni og afl- inu, sem á að yfirfæra. Reimhjólin eru með sporum, sem reimarnar falla í. í töfl- um, sem reimaverksmiðjurnar gefa út, má sjá, hve mikið afl hver reimarstærð getur yfirfært. Margar reimar vinna oftast sam- an á sömu hjólasamstæður, venjulegast frá 2 til 20 eftir aðstæðum. Minnsta fjarlægð, sem má vera milli ása í v-reimadrifi, finnst með eftirfarandi reglu: Amin (t) “I- ö) -|- 50 mm. Og mesta leyfileg ásafjarlægð verður: Amax — 2 (D -j- d) Reimlengdin verður: L = 2A + l,57(D + d)-f-(D4Ad)"' V-reimar eru ávallt úr gúmmí með bóm- ullarþráðarívafi. d. Kross-reimadrif er notað, þegar snún- ingsátt ásanna á að vera gagnstæð, en ætti aldrei að notast fyrir meira afl en 70 til 80 hö. Reimhraðinn má ekki fara fram úr 20 m/sek. Ásafjarlægðin á að vera sem mest, og æskilegt væri, að hraðahlutfallið færi aldrei fram úr 1:2. Skriðtapið er nokkru minna en við opið reimdrif, en þar sem reimhlutarnir þvera hvor annan, verð- ur reimslitið meira vegna núningsins. Krossreimar ætti ekki að nota, nema önn- ur lausn sé ekki fyrir hendi. c. Hálfkross-reimadrif er notað, ef ás- arnir mynda horn hvor við annan. Fyrir- komulag þetta krefst mikillar nákvæmni og ber að forðast eftir föngum. Benedikt Bergmann: Endurbœtur á spanhreyflinum. Spanhreyfillinn (induktionsmotoren) var fundinn upp af Pólverjanum Dolivo Dobrowolsky árið 1888, og á hann því 55 ára afmæli í ár. Sennilega eru um 90% af þeim rið- straumshreyflum, sem notaðir eru í iðn- aðinum, spanhreyflar. Ástæðan til þessa mun vera sú, að þeir eru einfaldir, traust- lega byggðir og ekki hvað sízt, að þeir eru ódýrir. En það eru þó tveir höfuðókostir við þennan hreyfil: að hann getur aðeins gengið með ákveðnum hraða og straumur og spenna fylgjast ekki að, þannig að straumurinn kemur á eftir spennunni með cos <p = 0,8 til 0,9. Síðan spanhreyfillinn var fundinn upp, hefur það stöðugt verið viðfangsefni fjölda verkfræðinga að losna við þessa tvo höfuð- ókosti, og án þess að gera hann miklu dýr- ari og flóknari í byggingu hefur þetta heppnazt að nokkru leyti. Þær aðferðir, er reyndar hafa verið, skiptast í þrjá flokka: I. Hraðabreyting. T Æ K N I 9

x

Tækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tækni
https://timarit.is/publication/1886

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.