Tækni - 01.06.1943, Blaðsíða 28

Tækni - 01.06.1943, Blaðsíða 28
Bókleg þekking og verkleg reynsla verða að standa jaíníœtis. í tímaritinu „Dansk Arbejde" er birt samtal við prófessor við „den polytekniske Læreanstalt“, Erland Thaulow, í tilefni af 60 ára afmælisdegi hans. I samtalinu segir prófessorinn margt, sem vera kynni, að menn hefðu gaman af að lesa. Blaðamaðurinn biður um stutt yfirlit yfir liðna tímann og um framtíðarútlitið. „Já, hvar á ég að byrja?“ segir prófess- orinn brosandi, „það verður löng saga, og ég- get sagt, að allt frá unglingsárum mín- um hefur áhugi minn snúizt um það sama: Ég sá það þegar, er ég var lærlingur, að við vorum of bóklegir hér í Danmörku, en það, sem kemur oss að notum, er hin hag- nýta framkvæmd bóklegrar þekkingar. Ég hef freistazt til að búa til þessa kennisetn- ingu: „Við verðum að „konstrúera" meira en við getum fundið upp, og við verðum að framleiða meira en við getum „konstrúer- að“ “.“ Seinna í samtalinu segir prófessorinn: „Við heyrum svo oft sagt: „I Danmörku eru hvorki kola- eða járnnámur, þess vegna er það á móti lögmálum náttúrunn- ar, að hér sé iðnaðarland“. En þýðingar- mesta hráefnið við iðnaðarframleiðsluna er vinnuaflið, og það efni höfum við betra en flest önnur lönd veraldarinnar. Það er einmitt sérstaklega járniðnaðurinn, sem við skulum leggja áherzlu á. í vélum vor- um eru hugmyndir vorar fluttar út, og þar erum við langt komnir, tæknifræði- lega séð. Það er eiginlega merkilegt, að við Danir, sem upprunalega erum bænda- fólk, höfum þrátt fyrir allt sýnt svona mikla tæknisnilli. Ég hef ferðazt mikið og við það lært að meta bæði yfirburði vora og galla. Við höfum nóga hæfileika að eðlisfari, en ég hef því miður oft, þegar ég hef séð erlendar verksmiðjur, tekið eft- ir, að okkur vantar skynsamlega menntun fyrir rekstursverkfræðinga (Driftsinge- niörer) vora, sérstaklega í járniðnaðinum. Við höfum ágæta verkstjóra og steypu- meistara, en við verðum einnig að fá dug- lega rekstursverkfræðinga til að fram- kvæma hinar nauðsynlegustu skipulagn- ingar og endurbætur“. Síðan víkur prófessorinn að því, hvern árangur barátta hans fyrir meira verk- legu, en minna bóklegu, hefur borið: „Viðhorf okkar hér í Danmörku sér- staklega, og eiginlega í Evrópu allri, er of einslcorðað við bóknámið. Það liggur í blóði voru allt frá endurreisnartímabilinu og' upplýsingatímanum, að hið fínasta af öllu fyrir hina gáfuðu æsku sé „að læra á bókina“. Maður kinokar sér við að kafa niður í veruleikann, sem myndar undir- stöðurnar að iðnaði vorum. Okkar ungu verkfræðingar eiga, eins og ég sagði einu sinni við nemendur mína á „Læreanstal- ten“, að „lykta af járni“. Þessu var að vísu beint að einum, sem hafði verið of bókleg- ur í sinni „konstruktion“ . . . Næst á eft- ir, er ég kom á teiknistofuna, hafði hann 22 T Æ K N T

x

Tækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tækni
https://timarit.is/publication/1886

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.