Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Síða 2
Útgefandi: Eyjasýn ehf. - kt. 480278-0549 Ægissgötu 2 - 900 Vestmannaeyjum. Ritstjórn og ábyrgð: Ómar Garðarsson og Sindri Ólafsson - omar@eyjafrettir.is - sindri@eyjafrettir.is. Umbrot: Leturstofa Vestmannaeyjum ehf. Ljósmyndir: Blaðamenn Eyjafrétta. Prentun: Stafræna Prentsmiðjan ehf. Sími: 481 1300 Netfang: frettir@eyjafrettir.is. Auglýsingar: auglysingar@eyjafrettir.is Veffang: www.eyjafrettir.is EYJAFRÉTTIR er áskriftarblað. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sæmdi á nýársdag fjórtán Íslendinga heiðurs-merki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Meðal þeirra sem hlutu orðuna í þetta sinn var Sigurgeir Jónasson ljósmyndari fyrir störf á vett- vangi ljósmyndunar og varðveislu heimilda í heimabyggð. Bara sami Sigurgeir í Skuld „Ég er nú alveg rólegur yfir þessu öllu og held alveg ró minni,“ sagði orðuhafinn þegar við slóum á þráðinn til hans í vikunni. „Ég hef alveg sofið ágætlega bæði fyrir og eftir, ekki orðið fyrir teljandi breytingum við þetta. Ég er bara sami Sigurgeir í Skuld.“ Hann segir að það hafi verið mest krefjandi í þessu ferli öllu að halda gefið þagnarloforð. „Ég er nú vanur að segja þeim flest strákunum á kaffistofunni uppi á flugvelli. Þeir voru gáttaðir að lesa þetta á netinu þannig að ég varð að fara að sýna þeim gripinn. Ég fékk svo heimild hjá orðuritara til að deila þessu með fjölskyldunni með smá fyrirvara. Ég var að fara að gista hjá dóttur minni og fannst nú svona líka skemmtilegra að fólk fengi smá fyrirvara á því að mæta í samkomu sem þessa.“ Ekkert punt eða prjál Sigurgeir segir samkomuna sjálfa hafa verið látlausa og heimilis- lega. „Þetta var ekkert of mikið punt eða prjál í gangi þetta voru bara léttar veitingar og mjög fínar sörur á boðstólnum.“ Athöfnin í heild sinni tók um klukkutíma að sögn Sigurgeirs. „Það tók sinn tíma að hengja herlegheitin í alla en þetta var bara notaleg stund og gaman að koma í þetta merkilega hús og hitta þau sómahjón sem voru ekkert nema almennileg- heitin.“ Aðspurður um það hvort Eyja- menn megi eiga von á því að rekast á Sigurgeir með riddara- kross í barmi á förnum vegi hló viðmælandinn. „Nei ætli það, það er til einhver skriffinnska í kringum það hvenær má nota þetta en ég hef ekki sett mig ofan í það og það stendur ekkert til að fara að skreyta sig með þessu alla jafna. Ég ætla að leyfa mér að vera áfram ég sjálfur. Það breytir því ekki að ég er mjög sáttur með þetta og þakklátur og vonandi verðugur,“ sagði Sigurgeir að endingu. Sigurgeir í Skuld sæmdur fálkaorðunni: Þakklátur og vonandi verðugur orðuhafi Elísa Reed, Guðlaugur Sigurgeirsson, Sigurgeir Jónasson, Guðni Th. Jóhannesson forseti og Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir. Erfitt er að segja til um hvort snjórinn sem hrellt hefur Eyja- menn yfir jólin sé sá mesti og langsetnasti á seinni árum og áratugum. Veðurminni er yfirleitt lítið en örugglega hefur komið meiri snjór í Eyjum en jafnöruggt er að hann hefur sjaldan verið þaulsetnari en nú. Þegar þetta var borið und- ir Óskar Sigurðsson, fyrrum vitavörð í Stórhöfða sagði hann snjódýptarmælingar mjög óvissar vegna skafla. Hann nefndi þó nokkur dæmi um mikinn snjó í Vestmannaeyjum. Dagana 2. til 4. mars 2008 var mikill snjór í Eyjum en stoppaði stutt. Hann var þaulsetnari dagana 13. til 27. janúar 1993. Það sama má segja um snjó frá 3. til 14. mars 1979 sem var eitt kaldasta ár síðustu aldar. Margir sem komnir eru á efri ár muna eftir mikla snjónum 20. til 24. mars 1968. Þegar litið er lengra aftur í tímann, var mikill snjór í Eyjum 2. til 5. maí 1948. Líka 12. til 18. febrúar 1928 og loks 4. til 10. mars 1926. Alla vikuna hafa bæjarstarfs- menn og verktakar unnið að því að hreinsa götur bæjarins en sér varla högg á vatni slíkt er snjó- magnið. Um helgina spáir hláku en ekki er von á alvöru þýðu fyrr en um miðjan mánuð. Mikill snjór en dýptarmælingar óvissar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.