Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Page 4
4 | | 6. janúar 2023
Föstur hafa lengi verið taldar
góðar fyrir okkur mannfólkið
og hafa verið iðkaðar lengi af
mörgum mismunandi hópum.
Það er stækkandi hópur bæði
hér í Eyjum, uppi á fasta-
landinu og úti í hinum stóra
heimi, sem stundar föstur
reglulega undir handleiðslu
Jóhönnu Jóhannsdóttur á sérs-
tökum föstu námskeiðum.
Jóhanna fór fyrst af stað með
námskeiðin árið 2020 þegar
fyrirtæki hennar, Hressó, varð
að loka vegna kórónuveirufar-
aldurs og Jóhanna hafði
nægan tíma til að huga að og
prófa eitthvað nýtt.
,,Hugmyndin kemur í raun og
veru frá ýmsum stöðum. Ég
er sjálf dugleg að taka þátt í
erlendum námskeiðum á netinu.
Eitt námskeið var um hversu
mikilvægt er að þarmaflóra fólks
sé heilbrigð, hvernig við getum
breytt henni, meðal annars með
föstum og réttri fæðu. Ég fór svo
á námskeið í háskólanum á því
sviði og tók nokkra fyrirlestra um
föstur og lotu föstur. Ég las einnig
bókina 800 fastan eftir Dr. Micael
Mosley og fór aðeins að skoða
og prufa mig áfram í bæði 800
föstum og hreinum vatnsföstum,”
sagði Jóhanna og bætti við að hún
væri einnig mikil áhugamanneskja
um sálfræði. ,,Ég hef lært margt
á því sviði í gegnum tíðina sem
ég nota einnig óspart á nám-
skeiðunum. Ég veit að það er mun
auðveldara að standast áskoranir í
hóp heldur en aleinn og það er alls
ekki sama hvernig maður hugsar
þetta ferli,” sagði Jóhanna.
Allir hafa gott af því að fasta
Hvers vegna er gott fyrir mann að
fasta? ,,Það er gott að gefa kerfinu
smá frí. Við förum að brenna fitu
í stað kolvetna og ganga á þær
birgðir sem við höfum. Ef við
förum í lengri föstur þá fer af
stað ferli sem kallast á íslensku
sjálfsát frumna. Þá hefst einskonar
jólahreingerning í líkamanum. Þá
fer líkaminn að leita uppi prótein
og byrjar að eyða eigin frumum,
en hann tekur einungis frumur
sem eru eitthvað farnar að gefa sig
eða eru úr sér gengnar. Talið er að
einmitt þær frumur hefðu orðið til
vandræða í framtíðinni og þróast
út í sjúkdóma og verki.
Nokkrir hafa einmitt upplifað
dularfullt hvarf til dæmis á verk
í hné eða öxl eftir að hafa fastað.
Framleiðsla á vaxtarhormóni
sem kallast HGH eykst einnig í
föstum, en það er eftirsóknarvert
til þess að byggja upp vöðvastyrk
eftir að föstum líkur. Það er gott
fyrir alla að staldra einstaka sinn-
um við og skoða hvað er að fara
ofan í líkamann.
Það er hollt að verða svangur.
Það er sjúklega gott að borða
hollan mat rólega og í friði eftir
föstur, matur verður eitthvað allt
annað og meira en við erum vön.
Þetta er líka leið út úr þæginda-
hringnum, gera eitthvað nýtt,
þjálfa sjálfsagann og skora á
sjálfan sig, búa til nýjar og hollari
venjur og læra eitthvað nýtt –
það hafa allir gott af því,” sagði
Jóhanna.
Úr þremur í tæplega hundrað
þátttakendur
Aðspurð sagði Jóhanna að hún
hefði verið að hugsa um að hætta
við þegar aðeins þrír einstaklingar
hafi skráð sig til leiks, en ákvað
að láta slag standa og sér ekki
eftir því í dag. ,, Ég var að hugsa
um að hætta við, þegar aðeins
þrír skráðu sig og gleyma þessari
hugmynd en ég er glöð að ég
gerði það ekki – heldur samdi ég
bara við þessa þrjá um að keyra
þetta af stað þrátt fyrir fámenni.
Þá fékk ég tíma til að æfa mig að
hafa námskeið á netinu og halda
utan um svona hóp. Ég ákvað að
prófa aftur og þá komu 10 manns,
svo 20 manns og svo 40.
Síðan þá hefur þátttakan verið
mjög góð, að meðaltali um 70
manns á hverju námskeiði. Þetta
er að spyrjast út, ég er komin
með hóp af fólki sem ég þekki í
rauninni ekki neitt en hefur frétt
af námskeiðunum í gegnum aðra,
bæði fólk af fasta landinu og
erlendis frá til dæmis frá Noregi,
Bandaríkjunum og Kanada,”
sagði Jóhanna en hún hefur núna
haldið þrettán svona námskeið.
,,Þau eru alltaf að þróast og verða
betri og ég að verða öruggari og
fróðari. Ég held námskeiðunum
lifandi, til dæmis með fyrirlestri í
beinni í upphafi hvers námskeiðs.
Grunnurinn er alltaf sá sami en
það er alltaf eitthvað nýtt og
spennandi með,” sagði Jóhanna.
Fólk kemur aftur og aftur
Hvernig lýsa þessi námskeið sér?
,,Upphafið er að hlusta á fyrir-
lesturinn sem ég set inn á hópinn
á netinu. Hann kemur fólki í
rétta gírinn og hjálpar til við að
stilla hausinn rétt en það er það
langmikilvægasta sem þú gerir
á námskeiðinu. Við föstum svo í
24 tíma – tökum svo nokkra daga
í 800 föstu sem er að borða 800
kaloríur á dag. Í framhaldi af því
kemur aftur hrein vatnsfasta og
yfir í 800 föstu í nokkra daga.
Á lokasprettinum á námskeiðinu
reynir þú að taka þína lengstu
föstu – En það er val hvers og
eins hversu langt það er. Ég legg
áherslu á að fólk hlusti á sinn eig-
in líkama, það er ekkert sem þarf
eða verður á þessum námskeið-
um,” sagði Jóhanna en hún hefur
eignast góðan hóp af fastakúnnum
sem koma alltaf aftur.
,,Hversu yndislegt er það að
fólk komi aftur og aftur? Það
eru nokkrir sem eru orðnir
fastakúnnar hjá mér og finnst
algjörlega ómissandi að vera með
á námskeiðunum mínum a.m.k
2 sinnum á ári. Einnig eru tvær
til þrjár manneskjur hafa komið
á næstum öll námskeiðin mín,”
sagði Jóhanna en næsta námskeið
hefst sunnudaginn 15. janúar og
skráning á það er hafin. ,,Ef þig
langar að vera með þá er bara
finna JóJó á facebook og skrá
sig – svo einfalt er það,” sagði
Jóhanna.
,,Mig langar að þakka öllum
sem hafa komið á námskeiðin
mín, þetta hafa verið ævintýralega
skemmtileg ferðalög og það er
svo góð tilfinning að fá línur frá
fólki sem hefur gjörbreytt lífinu
eftir að það kynntist föstum. En
það að fasta reglulega getur verið
lífsstíll sem hefur áhrif á öll svið
lífsins, fólk léttist á líkama og
sál, losnar við verki og sjúkdóma,
losar sig við lyf og slæma líðan.
En það er með þetta eins og allt
annað, hentar sumum ótrúlega vel
og öðrum ekki eins vel. En það er
alltaf þess virði að prufa,” sagði
Jóhanna en hún vildi að lokum
koma því á framfæri að allir væru
hjartanlega velkomnir.
,,Maður þarf enga sérstaka
hæfileika eða reynslu til að vera
með, það geta næstum allir verið
með á hvaða aldri og í hvaða
formi sem er! Þeir sem ekki ættu
að koma eru, ungmenni sem eru
enn að vaxa, konur með barni og
fólk sem á sögu um átröskunar-
sjúkdóma. Allir aðrir eru hjartan-
lega velkomnir ,” sagði Jóhanna
að endingu.
Jóhanna Jóhannsdóttir á Hressó Föstur:
Fólk léttist á líkama og sál
Losnar við verki og sjúkdóma, losar sig við lyf og slæma líðan