Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Page 7
6. janúar 2023 | | 7
Fljótlega eftir að ég flutti til Eyja,
fæðingarstað og uppeldisstöðvar
eiginkonunnar, fórum við hjónin
að huga að því koma þaki yfir höf-
uðið á fjölskyldunni, sem síðan
varð að veruleika með byggingu á
húsi okkar að Hrauntúni 6.
Fyrstu kynni mín af þeim
merka manni, Páli Zophonías-
syni voru einmitt tengd þessum
byggingarframkvæmdum, þegar
ég þurfti útreikninga og ráðgjafar
á þakburðarvirki hússins, en í þá
daga þurfti ekki að leggja fram
sérteikningar þegar byggingarleyfi
voru gefin út.
Skrapp þá eina kvöldstund til
bæjartæknifræðingsins nýráðna,
sem bjó neðar á Illugagötunni, ég
á 14 en Páll á 7. Þó liðið hafi verið
á kvöldið, tók hann mér vel, var
ekki lengi að finna út lausnir, sem
halda enn.
Að fá að borga fyrir viðvikið,
kom ekki til greina. Árið eftir fór
að gjósa, allt fór úr skorðum, þá
reyndi mikið á okkar fólk í for-
ystunni, Magnús H. Magnússon
bæjarstjóri í hópi reynslumikilla
forystumanna í bæjarstjórn og
bæjarstafsmanna. Það var mikið
lán fyrir okkar byggðarlag að hafa
annað eins einvala lið. Þá reyndi
mikið á menn ekki síst bæjar-
tæknifræðinginn.
Seinna þegar maður velti þessum
óskapar tímum fyrir sér gerði
maður sér grein fyrir því að þarna
var réttur maður á réttum stað.
Páll varð síðan bæjarstjóri 1976. Í
kosningunum 1978 hlaut ég kosn-
ingu í bæjarstjórn fyrir Alþýðu-
flokkinn, og skömmu seinna þegar
Magnús var kosinn á þing varð ég
formaður bæjarráðs. Sem gefur
að skilja var samstarfið mikið
við bæjarstjórann, en bæjarráð
er framkvæmdastjórn bæjarins á
hverjum tíma.
Strax í upphafi samstarfsins fann
maður kraftinn og frumkvæðið
sem Páll hafði, svo mikið að við
tókum tal saman, eftir fyrstu
fundina í bæjarráði, um að betra
væri að málin væru samþykkt í
bæjarráði áður en þau væru fram-
kvæmd. Stundum var sem sagt
búið að framkvæma það sem var
á dagskrá fundarins. Vinnubrögð
sem voru þau einu sem dugðu
á tímum gossins og endurupp-
byggingu í kjölfar þess, þegar
taka þurfti ákvarðanir á staðnum,
enginn tími til formlegra ákvarð-
ana, þær væri alltaf hægt að taka
seinna.
Í reynd hefði í mörgum tilfellum
hvorki gengið né rekið í brýnum
verkefnum ef ekki hefði verið fyr-
ir frumkvæði og hugrekki þeirra
sem stóðu í framvarðarsveitinni á
þessum einstöku tímum. Í kosn-
ingunum 1982 urðu breytingar á
meirihlutaskipun í bæjarstjórn og
því miður var Páll ekki endurráð-
inn, hafði kannski ekki áhuga, veit
lítið um það.
Í kosningunum 1986 breyttust
hlutföllin aftur, og var það okkar
fyrsta verk, sem þá mynduðum
meirihluta, að fara þess á leit við
Pál að hann tæki aftur við starfi
bæjarstjóra. Páll hafði þá stofnað
sitt eigið fyrirtæki og var hugur
hans allur þar, skiljanlega. Seinna
þegar ég var ráðinn á tæknideild
bæjarins meðal annars sem
eftirlitsmaður fasteigna Vest-
mannaeyjabæjar voru samskiptin
farsæl. Páll hefur komið víða við
fyrir utan atvinnugeirann og má
segja að skátahreyfingin hafi ekki
síst notið kröftugra starfa hans
sem hreyfingin nýtur örugglega
góðs af enn þann dag í dag. Það
er mikill fengur í fólki eins og
Páli og fjölskyldu, hafið þakkir
fyrir samstarfið, kynnin og mikil
og fórnfús störf fyrir samfélagið
okkar.
Guðmundur Þorlákur
Bjarni Ólafsson.
Guðmundur Þ.B. Páll réttur maður á réttum stað:
Mikill fengur í fólki eins og Páli og fjölskyldu
FRÉTTAPÝRAMÍDINN2022
Páll hefur eytt ófáum stundum við
tölvuna og prentarann í gegnum
starfsævina.
Páll ásamt Björgvini Björgvinssyni vinnufélaga til margra ára.
Palli og Mari hafa ýmislegt brallað saman í gegnum tíðina.
Guðmundur
Þorlákur Bjarni
Ólafsson