Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Side 12
12 | | 6. janúar 2023
Ísabella Ýr Héðinsdóttir
dúxaði á stúdentsprófi þegar
hún útskrifaðist af félagsvís-
indalínu frá FÍV í desember
með meðaleinkunn upp á 7,9.
Ísabella Ýr ætlar að nýta tímann
fram á haustið til að vinna í
Tvistinum en í haust stefnir hún
svo á kennaranám við Háskóla
Íslands.
Ísabella Ýr segir að það hafi
ekki eitthvað eitt staðið upp úr
eftir skólagönguna sína frá FÍV
en hún hóf nám við skólann
haustið 2019 ,,Ef ég á að nefna
dæmi þá var sturlað gaman í
Danmerkurferðinni sem við
nemendur í auka dönskuáfanga
fórum í með kennurunum
okkar, þeim Margréti og Tinnu í
október 2022,” sagði Ísabella Ýr
en Ísabella Ýr ásamt samnem-
endum sínum upplifðu að hluta
til öðruvísi framhaldsskóla ár
sökum Covid. ,,Námið í Covid
gekk bara frekar vel. Mér fannst
ekkert hræðilegt að vera heima
en þegar leið á var ég byrjuð að
sakna þess að mæta í skólann
með krökkunum og vera saman
að læra inn í sal,” sagði Ísabella
Ýr.
Á eftir að sakna kennaranna
Er eitthvað sem þú átt eftir að
sakna við FÍV? ,,Ég á eftir að
sakna fullt af hlutum við FÍV.
Mér finnst mjög gaman að vera
í skóla og að læra þannig að
það á eftir að vera skrítið að
byrja ekki aftur eftir jólafrí.
Það sem ég mun sakna mest
er örugglega að vera ekki að
hitta suma kennara á hverjum
degi eins og maður hefur gert
síðastliðin þrjú og hálft ár,”
sagði Ísabella Ýr en aðspurð
um ráð til tilvonandi stúdenta
FÍV stóð ekki á svörum.
,,Bara njótið þess að vera í
FÍV á meðan þið getið,” sagði
Ísabella Ýr og vildi að lokum
þakka kærlega fyrir sig. ,,Takk
kærlega fyrir mig, það er
klárlega engin lygi að þetta séu
bestu árin.”
Ísabella Ýr Dúxaði á stúdentsprófi á haustönn:
Engin lygi að þetta eru bestu árin
Guðbjörg Sól Sindradóttir er
nýkomin heim frá Sikiley en þar
dvaldi hún yfir áramót ásamt
tengdafjölskyldunni. Guðbjörg Sól
er formaður nemendaráðs FÍV og
hefur haft í nægu að snúast í vetur
bæði í námi og sem formaður.
,,Nýliðin önn gekk vel hvað varð-
ar námið og félagslíf skólans. Við
hjá nemendaráðinu héldum nokkra
viðburði. Þar má nefna spilakvöld,
fótboltamót innan skólans, fót-
boltaleik á móti vinaskóla okkar
frá Bretlandi, bingó, FIFA-mót og
spurningakeppni,” sagði Guðbjörg
Sól en hápunkturinn í félagsllífinu
var fótboltaleikur gegn Bretum.
,,Leikurinn stóð uppúr þó allir
viðburðir hafi heppnast ægilega
vel. Einnig voru nemendur afar
sáttir með PlayStation 5 kaup
nemendaráðsins,” sagði Guðbjörg
Sól.
Góð þátttaka nemenda
,,Virkni og þátttaka nemenda
hefur verið góð á þessari önn en
við vonumst til að sjá enn fleiri á
þeirri næstu. Markmið nemenda-
ráðsins á komandi önn er að halda
einn til tvo viðburði á mánuði
sem eiga að höfða til sem flestra.
Þannig fáum við fleiri nemend-
ur á viðburði sem gerir þá enn
skemmtilegri og eftirminnilegri,”
sagði Guðbjörg Sól en hápunktur
vorannarinar er arshátíð skólans
sem alltaf er haldin með pompi og
prakt. ,,Árshátíð skólans verður
haldin á fyrrihluta annarinnar. Það
er viðburður sem allir nemendur
bíða spenntir eftir á hverju ári.
Við erum full tilhlökkunar fyrir
komandi önn og erum spennt að
skipuleggja viðburði sem við get-
um gert saman,” sagði Guðbjörg
Sól að endingu.
Guðbjörg Stýrir félagslífinu í FÍV:
Kraftur í námi og félagslífi
Við sendum handhöfum Fréttapýramídanna
hjartans hamingjuóskir með tilnefningunaTIL HAMINGJU!