Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Side 14
14 | | 6. janúar 2023
Helgi Rúnar Óskarsson stjórnar-
formaður Rannsóknarseturs um
menntun og hugarfar er mikill
áhugamaður um þetta verkefni og
hefur verið ötull talsmaður þess.
„Forsagan er sú að ég kynnist
Hermundi fyrir nokkrum árum þá
var hann að vinna að því að stofna
hér rannsóknarsetur um þessi efni
og eftir nokkur samtöl ákvað ég
að stökkva á vagninn með honum.
Ég tek það fram að ég er fyrst
og fremst að nálgast þetta sem
leikmaður og foreldri en ekki
fagmaður í þessum fræðum en hef
átt fimm börn í skólakerfinu bæði
hér heima og erlendis og þekki
því ágætlega til á þeim enda.“
Ekki getað fundið betri stað
Helgi segir það hafa verið mjög
skemmtilegt og hvetjandi ferli að
koma að átakinu Kveikjum neist-
ann í Vestmannaeyjum. „Ég held
að við hefuðum ekki getað fundið
betri stað en Vestmannaeyjar til
þess að keyra þetta verkefni. Ég er
náttúrulega ekki að segja þér nein-
ar fréttir að í Vestmannaeyjum vill
oft verða mikil stemmning fyrir
hlutnum. Fyrir þessu fann maður
oft hérna áður fyrr þegar maður
kom til Vestmannaeyja að spila
handbolta. Mér finnst það hafa
tekist í þessu verkefni að skapa
stemmningu fyrir þessu.“
Hann segist þakklátur fyrir það
hvernig samfélagið allt í Eyjum
hafi tekið þessu verkefni og haldið
því á lofti. „Þar má nefna Írisi
bæjarstjóra og svo auðvitað skóla-
stjórnendur og kennara. Einnig
hafa aðrir aðilar stutt vel á bak
við þetta verkefni eins og þið fjöl-
miðlar og bókasafnið og fleiri og
fyrir það allt bera að þakka. Það
er frábært að finna það að orðum
fylgja aðgerðir en ekki bara orðin
tóm eins og oft vill fylgja svona
verkefnum.“
Alltaf hægt að gera betur
Aðspurður um þörfina fyrir
verkefni sem þetta segist Helgi
ekki vera í nokkrum vafa. „Það
má auðvitað hafa ýmsar skoðanir
á menntakerfinu okkar þar er víða
verið að gera mjög góða hluti og
ég er langt frá því að vera sér-
fræðingur í menntamálum. Ég er
aftur á móti vel læs á tölfræði og
gögn og hef vanið mig á það að
horfa á staðreyndir. Það ber öllum
alþjóðlegum gögnum saman um
það að lestrargeta er á undanhaldi.
Það er víða basl að kenna börnum
að lesa. Pisa kannanir segja okkur
líka að við erum að dragast aftur
úr öðrum þjóðum sem við viljum
bera okkur saman við. Það er
eitthvað sem við getum ekki litið
fram hjá. Þegar við sjáum það
að ógnir eða vandamál steðja að
börnunum okkar þá er það skylda
okkar allra sem samfélags að
gera það sem við getum til að
bæta það. Þó það sé víða verið að
gera góða hluti þá er það alveg
eins í íþróttum, viðskiptum eða
menntamálum það er alltaf hægt
að gera betur.“
Treysta á vísindin
Helgi segir mikilvægt að fylgjast
vel með þróun þessara hluta og
laga okkur að breyttum aðstæð-
um. „Við erum að sjá ótrúlegar
breytingar á börnum í dag og
fyrir nokkrum árum. Sérstaklega
þegar kemur að afþreyingu og
dægradvöl. Tæknin og áreitið
sem börn eru með í höndunum
allan daginn er ekki hægt að
líkja saman við afþreyingu fyrri
kynslóða. Það er því fullkomlega
eðlilegt að við þurfum að laga
okkar kennsluaðferðir að breyttu
umhverfi.“
Þarna vill Helgi horfa til vís-
indanna. „Við lögðum allt okkar
traust á vísindin í heimsfaraldr-
inum og uppskárum eftir því. Ég
hef trú á því að við getum leyst úr
þessum verkefnum á sama hátt og
þar er Hermundur á meðal okkur
færustu vísindamanna,“ sagði
Helgi að lokum.
Verkefni okkar allra:
Ekki getað fundið betri stað en
Vestmannaeyjar
Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° norður stjórnarformaður Rannsóknar-
seturs um menntun og hugarfar.
FRÉTTAPÝRAMÍDINN2022
Það er með mikilli hlýju og
ánægju sem við þökkum fyrir að
rannsóknar- og þróunarverkefnið
Kveikjum neistann hlýtur viður-
kenningu sem framtak ársins 2022
í Vestmannaeyjum. Það gefur
okkur öllum sem að verkefninu
komum byr í seglin.
Við erum einstaklega þakklát
bæjarstjóra og öðrum ráða-
mönnum í Eyjum fyrir að treysta
verkefninu og stíga með þátttöku
sinni skrefið í átt að betri árangri
barnanna. Við erum einnig mjög
þakklát skólastjórnendum og
kennurum í GRV, foreldrum og
Kára Bjarnasyni forstöðumanni
safnahúss Vestmannaeyja og hans
starfsfólki fyrir frábært samstarf.
Áskoranir
Það eru gífurlega miklar áskoranir
í íslensku menntakerfi. 38% af 15
ára unglingum ná ekki grunnfærni
í lesskilningi og stærðfræði og líð-
an barna og ungmenna er stöðugt
verri samanber aukna lyfjanotkun
síðustu árin.
Vísindi
Kveikjum neistann byggist
á rannsóknum og þekkingu
fremstu vísindamanna heims á
sviði taugavísinda (Edelman),
náms (Ericsson), áhugahvatar
(Csikszentmihalyi) og hugarfars
(Dweck, Duckworth). Að tengja
þessi vísindi við kennslu barna
og unglinga er mikil áskorun
sem kallar á breyttar áherslur og
gífurlegan fókus. Breytt skipulag
skóladagsins með áherslu á grunn-
færni, hreyfingu, þjálfunartímann
og ástríðutímann er lykilatriði í
verkefninu.
Möguleikar
Nú taka um hundrað börn í 1.
og 2. bekk grunnskólans þátt í
verkefninu. Eftir að það hófst
hefur þjálfunartíma verið bætt við
í fleiri árganga og lesfimipróf felld
niður á unglingastigi. Árangur
verkefnisins lofar góðu og náðu
öll börn í 1. bekk síðasta skólaár
að brjóta lestrarkóðann sem var
frábært og framar okkar björt-
ustu vonum. Í vor verður tekið
stöðumat í lestri hjá börnum i 2.
bekk með það að markmiði að
80% þeirra teljist FULL-LÆS eða
geti lesið aldurssvarandi texta og
skilið innihald hans. Sú reynsla
sem komin er bæði hjá kennurum
og foreldrum þeirra barna sem
taka þátt í verkefninu af breyttu
skipulagi skóladagsins er mjög
jákvæð og þá bæði fyrir árangur
og líðan barnanna.
Við horfum bjartsýn fram á
veginn og eigum þá von að
menntabærinn Vestmannaeyjar
verði fyrirmynd annarra bæja – og
sveitarfélaga í skóla og mennta-
málum.
Hermundur Sigmundsson og Svava Þ. Hjaltalín:
Áskorun sem kallar á breyttar áherslur