Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Qupperneq 17

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Qupperneq 17
6. janúar 2023 | | 17 var greinilega einhver sem hélt verndarhendi yfir okkur,“ sagði Birgir sem hefur einstakt lag á að sjá björtu hliðarnar, sama á hverju gekk. Í stóra þjóðhátíðarborðsmálinu, sem einhverjir muna eftir og var rannsakað af lögreglu, voru margir kallaðir fyrir og var Birgir einn þeirra sem formaður þjóðhá- tíðarnefndar. Í viðtali við Fréttir 2. desember 1999 sagði Birgir, alltaf jafn rólegur: „Ég var boðaður í yfirheyrslu eða skýrslutöku fyrir tveimur eða þremur vikum. Hún tók eina tvo klukkutíma og fór mjög vel og friðsamlega fram. Satt best að segja þá hef ég nú ekki tapað nætursvefni vegna þessa máls,“ sagði Birgir. Þjóðhátíðin sem fauk Fleiri muna kannski eftir þjóð- hátíðinni 2002 þegar veðrið var fyrst vont, svo verra og verst á sunnudeginum þegar allt ætlaði til fjandans. Einhvern veginn náðist að halda dagskrá en mikið gekk á. „Þjóðhátíðargestir voru jákvæðir og ég held að flestir hafi skemmt sér vel, þrátt fyrir rigningu og rok,“ sagði Birgir við Fréttir. „Það var hávaðarok og slagveður á sunnudeginum. Það var því mjög gaman að sjá hversu margir mættu í brekkusönginn og það sýnir að fólki þykir vænt um sína þjóð- hátíð. Það var mikið að gera og maður komst varla upp í tjald til að fá sér kaffisopa. Ég var mjög ánægður með skjót viðbrögð hjá lögreglu og Björgunarfélaginu þegar Íþróttahúsið var opnað. Bæjarbúar eru jákvæðir og tilbún- ir að hlúa að fólkinu og ég veit að margir fengu gistingu hjá fólki í bænum. Sem dæmi get ég nefnt heiðurshjónin Stefán Ólafsson og Sigurbjörgu Óskarsdóttur sem komu með fullan pott af súpu og færðu krökkunum og um svipað leyti fór þjóðhátíðarnefndin í það að útbúa súpu handa liðinu.“ Birgir hugsar alltaf í lausnum og um þjóðhátíðina 2002 endar hann á að segja: „Það var ekki stætt í Dalnum. Samt var verið að undirbúa hlutina þannig að hægt væri að halda áfram. Það sýnir líka hvað þjóðhátíð skipar stóran sess hjá landsmönnum því það kom fólk með Herjólfi á sunnudeginum. Ég vil fyrir hönd þjóðhátíðarnefndar þakka bæjar- búum og þjóðhátíðargestum fyrir frábæra þátttöku á þjóðhátíðinni, þrátt fyrir bleytu og rok. Sjáumst á næstu þjóðhátíð,“ sagði Birgir að lokum og jákvæður að vanda. 42 ár í slökkviliðinu Birgir lét sér ekki bara nægja að vera í sjálfboðastarfi fyrir Tý og ÍBV, heldur var hann í 42 ár slökkviliði Vestmannaeyja. ,,Ég hætti árið 2019 þegar ég varð sjö- tugur. Þar kynntist maður góðum og flottum körlum, það er enn einn vinkilinn á sjálfboðastarfi. Eins og með allt annað í lífinu þá hefur mikið breyst þar undanfar- in ár. Nú eru þeir komnir flotta stöð og það væsir ekki um þá. Vestmannaeyjabær á heiður skilið fyrir nýju stöðina, hún er alveg frábær,” sagði Birgir. Aðstoðaði Grýlu í 52 ár Þá er komið að þrettándagleðinni þar sem Birgir var í veigamiklu hlutverki. „Það var árið 1967 sem ég fór í Grýluna. Pabbi og Unnur voru á undan mér. Það var svo mikið að gera hjá kallinum í tröllunum að hann mátti ekkert vera að því að aðstoða hjónin svo hann húrraði mig upp í þetta og ég festist í þessu og hafði gaman af. Bræðurnir Þórður og Heimir Hallgrímssynir eru búnir að vera hvað lengst með mér, Þórður í 20 ár og Heimir svipað,” sagði Birgir en nú hafa synir þeirra Birgis og Heimis, Guðjón og Hallgrímur, tekið við keflinu. ,,Ég er hættur, þetta var orðið ágætt. Það er fullt af góðu fólki til og peyjarnir okkar taka við, mikilvægt að hafa góða arftaka,” sagði Birgir og ítrekaði hversu dýrmætt það er að hafa alla þessa sjálfboðaliða sem Týr, Þór og ÍBV eiga og hafa átt. ,Í raun er það ótrúlegt hvað íþróttafélögin eiga mikið af góðu fólki. Menn lögðu mikla vinnu á sig og þetta var allt í sjálfboða- vinnu og er enn í dag. Það eru ekki mörg félög sem eiga svona flotta menn og konur sem eru tilbúin að fórna nánast öllu í þetta bæði fyrir þjóðhátíð og þrettánda. Við höfum það fram yfir önnur félög á dögum eins og í dag þar sem allt snýst um peninga.” Þakklátur fjölskyldunni Hvað er þér svona efst í huga ef þú lítur til baka? ,,Ég veit það ekki, það er af svo mörgu að taka og í raun margt hægt að segja og ég væri lengi að telja allt upp. Krafturinn í þessum félögum er svakalegur, að drífa allt af stað og klára alltaf með sóma svo að hægt væri að halda þjóðhátíð öll þessi ár. Hagnaðurinn af þjóðhátíð fyrstu árin var ekki mikill en alltaf haldið áfram. Stóra sviðið var rosaleg framför, það breytti öllu, nú er búið að framlengja þjóðhá- tíð um 100 ár.“ ,,Líka hvað þrettándinn hefur stækkað mikið. Ég er mjög feginn að ég fékk að vera með á vagnin- um og hanga þar. Ég er þakklát- astur fyrir það og fjölskylduna fyrir að leyfa mér að hanga í þessu inni í Dal og út um allt, það fór heilmikill tími í það. Jóna sál- uga á heiður skilinn fyrir það að leyfa kallinum að hanga í þessu. Hún sagði nú í gríni þegar hún var spurð hvernig í ósköpunum hún leyfði karlinum að vera í þessu öllu. Þá svaraði hún að það væri ein ástæða, þá fæ ég að stjórna fjarstýringunni, sagði Birgir og hló og bætti við ,,Ef maður hefði ekki gaman að þessu væri þá væri maður löngu hættur.” Pabbi okkar, Biggi Gaua, hefur svo sannarlega unnið hörðum höndum að uppbyggingu fé- lagsins. Með bjartsýni að vopni í bland við örlítið kæruleysi er honum margs til lista lagt; allt frá því að vera kallaður niður í Veiðafæragerð að laga „smá beyglur“ á bílnum hjá föður sínum vegna torfæruaksturs með barnabörnunum, í að „taka upp“ heila fimleikasýningu með því að mynda eingöngu lærið á sér. Hann er rosalega léttur og glað- lyndur maður og hefur kennt okkur systkinunum að lífið er auðveldara með bros á vör. Hann er alltaf til í að rétta hjálparhönd og hefur ÍBV- bandalagið svo sannarlega notið góðs af því. Hann er vel að þessari viður- kenningu kominn og erum við stolt af honum. Pabbi er rosalega léttur og glaðlyndur Ólafur Vignir, Halla Kristín, Jóna Hjördís, Birgir, Embla, Toke, Anna Kristín, Barbara Dröfn, Guðjón og Sara Katrín. FRÉTTAPÝRAMÍDINN2022

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.