Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2023, Síða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2023, Síða 10
10 | | 19. apríl 2023 Þess var minnst í Bókasafni Kópavogs 5. apríl að 100 ár voru liðin frá fæðingu Eyjamannsins Gísla Johnsen Ástþórssonar blaðamanns, ritstjóra, rithöfund- ar og teiknara frá Sóla. Ástþór Gíslason, sjávarlíffræðingur og elsti sonur Gísla, setti fundinn og var yfirskriftin 12 Mílur kl. 12. Hún er sótt í forsíðu fyrsta tölublaðs Alþýðublaðsins sem kom út undir ritstjórn Gísla 1958 þegar land- helgin var færð út í tólf mílur. Stefán Pálsson sagnfræðingur rakti ævi og störf Gísla fyrir nær fullsetnum sal áheyrenda. Gísli fæddist í Reykjavík 5. apríl 1923 og lést 25. ágúst 2012 í Kópavogi. Foreldrar hans voru Ástþór Matthíasson lögfræðingur og forstjóri og kona hans Sísí Matthíasson, fullu nafni Jóhanna Sigríður Gísladóttir Johnsen Matthíasson, húsfreyja. Ástþór faðir hans flutti til Vestmannaeyja að loknu lögfræðiprófi árið 1924 og vann m.a. í verslun tengdaföður síns Gísla J. Johnsen. Ástþór var lengi framkvæmdastjóri og eig- andi Fiskimjölsverksmiðju Vest- mannaeyja (FIVE), Gúanósins. Hann sat einnig í bæjarstjórn Vestmannaeyja 1934-1946 og var forseti bæjarstjórnar allan þann tíma. Gísli Johnsen Ástþórsson bar nafn móðurafa síns, Gísla J. Johnsen (f. 1881, d. 1965) sem var umsvifamikill athafnamaður í Vestmannaeyjum á sinni tíð. Hann hóf verslunarrekstur aðeins 17 ára gamall og hóf síðan útgerð. Á aðeins tíu árum tókst honum að minnka umsvif Brydesverzlunar og bæla niður danska einokun sem verið hafði um langa hríð. Gísli lét flytja fyrsta vélknúna fiskibátinn til Vestmannaeyja 1904 og var dugmikill útgerðarmaður. Hann reisti húsið Breiðablik við Kirkjuveg og hafði forgöngu um að fiskimjölsverksmiðja var sett upp í Vestmannaeyjum. Þá var Gísli helsti hvatamaðurinn að því að Sjúkrahús Vestmannaeyja, sem nú er ráðhús, var byggt. Gísli J. Ástþórsson ólst upp hjá foreldrum sínum í Vestmanna- eyjum á yngri árum en bjó hjá móðurforeldrum sínum í Reykja- vík á vetrum eftir að skólagangan hófst og var þá í Eyjum á sumrin. Hann fór í Menntaskólann í Reykjavík en hætti í 4. bekk og fór til Bandaríkjanna haustið 1942 þegar seinni heimsstyrjöldin stóð sem hæst. Gísli sigldi vestur um haf með Brúarfossi í skipalest og tók siglingin 20 daga. Hann hóf nám í háskóla Norður-Karólínu (University of North Carolina) í Chapel Hill og stefndi fyrst á að læra viðskiptafræði eins og fjölskylda hans vildi. Hugur hans beindist þó fljótlega að námi í blaðamennsku og var hann orðinn vel skrifandi á ensku eftir aðeins þriggja mánaða dvöl í Banda- ríkjunum. Gísli lauk BA gráðu í blaðamennsku árið 1945 og var fyrsti Íslendingurinn sem lauk háskólaprófi í þeirri grein. Eftir heimkomuna hóf Gísli störf á Morgunblaðinu og starfaði þar í fimm ár sem blaðamaður og fréttastjóri. Hann var ritstjóri Vik- unnar í fimm ár, gaf út og ritstýrði fréttablaðinu Reykvíkingi sem kom út hálfsmánaðarlega 1952. Gísli tók við ritstjórn Alþýðu- blaðsins 1958 og gegndi því starfi til 1963. Hann gjörbylti blaðinu og innleiddi ný vinnubrögð við framsetningu frétta, umbrot og útlit blaðsins. Þar með hófst blómaskeið Alþýðublaðsins og var upplag blaðsins stóraukið meðan á því stóð. Eftir það var Gísli dagskrárfull- trúi á Ríkisútvarpinu um tveggja ára skeið og starfaði síðan við enskukennslu í nokkur ár. Hann var svo blaðamaður og ráðgjafi á Alþýðublaðinu frá 1970 til 1973 er hann hóf aftur störf á Morgun- blaðinu og vann þar til sjötugs. Auk frétta- og pistlaskrifa teiknaði Gísli skopmyndir í blöðin sem hann starfaði við. Fiskvinnslu- konan Sigga Vigga er þekktust af þeim persónum sem hann skapaði. Bókin Sigga Vigga og tilveran var fyrsta myndasögubókin sem kom út með íslenskum persónum. Gísli hóf að teikna Þankastrik, sem birtist vikulega í Morgunblaðinu og hélt svo áfram á DV. Eftir hann liggja átta bækur, skáldsögur og smásagnasöfn auk sex kilja með myndasögunum um Siggu Viggu og félaga. Að auki birtist fjöldi smásagna eftir Gísla í sýnisbókum og tímaritum. Þá skrifaði Gísli fjögur leikverk, þar af þrjú sjón- varpsleikrit. Yfirlitssýning með verkum Gísla í tilefni af aldarafmælinu var í Bókasafni Kópavogs 16. mars til 11. apríl. Í tengslum við sýninguna voru myndasögubækurnar um Siggu Viggu endurútgefnar. Sýn- ingin og endurútgáfan nutu stuðn- ings frá Guðmundi Kristjánssyni í Brimi og Ísfélagi Vestmannaeyja. Sýning á verkum Gísla var sett upp í Bókasafni Kópavogs í tilefni af 50 ára afmæli Kópavogsbæjar árið 2005 en þar var hann lengst af búsettur. Sú sýning var sett upp í Safnahúsi Vestmannaeyja sama ár. Ástþór Gíslason sagði í samtali við Eyjafréttir að þau systkinin hafi rætt það hvort setja eigi aldarafmælissýninguna upp í Vestmannaeyjum. Það þurfi þó að hafa einhvern aðdraganda. Afkomendur Gísla J. Ástþórs- sonar afhentu Landsbókasafninu 5. apríl sl., þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu hans, handrit Gísla að öllum skáldsögum, smásögum og leikritum auk frumteikninga og fylltu þau gögn marga kassa. Bækurnar um Siggu Viggu fást í bókaverslunum. Ritaðar heimildir: Jökull Jak- obsson, Skáldsagan Brauðið og ástin og höfundurinn, Félagsbréf, Reykjavík 1962. Guðjón Friðriks- son, Nýjustu fréttir, Reykjavík 2000. PÁA viðtal við GJÁ, Gísli slíðrar pennann, DV, Reykjavík 2003. Björg Eva Erlendsdóttir viðtal við GJÁ, Svo fór ég í síld, Íslenskir blaðamenn, Reykjavík 2007. Andlátsfregn, Morgun- blaðið 27. ágúst, Reykjavík 2012. Aldarminning, yfirlitssýning á verkum og ferli Gísla J. Ástþórs- sonar, sýningarskrá. Kópavogi 2023. Brautryðjandi í blaðamennsku Fyrsti Íslendingurinn sem lauk háskólanámi í blaðamennsku Blaðamaður, ritstjóri, rithöfundur og landsþekktur teiknari GUÐNI EINARSSON gudnieinars@gmail.com Myndina tók Ástþór Gíslason af pabba sínum á stéttinni fyrir framan gamla húsið heima í Kópavogi. Stefán Pálsson, sagnfræðingur flutti athyglisvert erindi um ævi og störf Gísla J.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.