Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2023, Side 12

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2023, Side 12
12 | | 19. apríl 2023 „Krabbamein varða alla á ein- hvern hátt. Þriðjungur landsmanna greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og flestir upplifa fyrr eða síðar að náinn ættingi eða vinur fái krabbamein. Að meðaltali greinast nú um 1800 manneskjur ár hvert hérlendis,“ sagði Sigrún Elva Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfé- laginu m.a. í athyglisverðu erindi sem hún flutti. „Þó að orsakir krabbameina megi oftast rekja til samspils margra þátta sýna rannsóknir að ýmsar lífsvenjur hafa áhrif á líkurnar á því að fólk fái ákveðnar tegundir krabbameina. Meðal þess sem hefur jákvæð áhrif og getur dregið úr líkum er að borða mikið af grænmeti, ávöxtum og heilkornavörum. Regluleg ástundun hreyfingar er einnig verndandi þáttur auk þess að verja húðina fyrir geislum sólar. Þættir sem aftur á móti auka líkur á krabbameinum eru m.a. reykingar og önnur tóbaksnotkun, áfengisneysla og mikil neysla á rauðu kjöti og unnum kjötvörum. Áætlað er að hægt væri að koma í veg fyrir allt að 4 af hverjum 10 krabbameinstilfellum með heilbrigðum lífsháttum.“ Bregðist fljótt við Sigrún Elva sagði mikilvægt að fólk þekki einkenni sem geta bent til krabbameins og bregðist fljótt við þeim ef þeirra verður vart. „Því fyrr sem krabbamein greinast, því betri eru batahorfur. Það er einmitt inntakið í Mottu- marsátakinu í ár, karlar eru hvattir til að humma ekki fram af sér að leita til læknis ef þeir verða varir við einkenni svosem óvenjulega blæðingu, hnúta eða þykkildi, breytingu á meltingu, hægðum eða þvaglátum, óútskýrt þyngdar- tap, þráláta hæsi, breytingar á fæðingarblettum og fleira. Skilaboðunum er sérstaklega beint til karlmanna í ljósi þess að nýleg rannsókn Krabbameinsfé- lagsins sýndi fram á að karlmenn sem fundu fyrir einkennum sem svo reyndust rakin til krabbameins leituðu sumir seint til læknis og að jafnaði umtalsvert lengur en konur. Hátt í helmingur karlanna beið í þrjá mánuði eða lengur og 14% þeirra beið í ár eða lengur. Krabbameinsfélagið hvetur alla til að taka sem flest skref í átt að heilsusamlegum lífshátt- um sem geta dregið úr líkum á krabbameinum og að humma ekki fram af sér að leita til læknis ef einkenna verður vart,“ sagði Sigrún Elva og benti fólki á vefinn þeirra, www.krabb.is. Þar er hægt að lesa ýmislegt um krabbamein og starfsemi félagsins. Sigrún Elva hjá Krabbameins- félaginu 1800 greiningar á ári: Rétt mataræði og hreyfing til varnar Gyða Arnórsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og deildarstjóri sjúkradeildar HSU í Vestmanna- eyjum kynnti þjónustu sem þar er í boði fyrir skjólstæðinga með krabbamein. Sérfræðingar í krabbameinslækningum eru Hlyn- ur Níels Grímsson og Sigurður Böðvarsson sem þjónusta HSU Eyjum. „Sigurður er með stofu í Eyjum og reynir að koma þriðja hvern miðvikudag. Stýrir hann lyfjameðferðum í nánu samstarfi við hjúkrunarfræðinga dagdeildar lyfjagjafa í Eyjum. Aðrir sér- fræðingar í krabbameinslækning- um með skjólstæðinga frá Eyjum eru í samstarfi og stýra meðferð gegnum starfsfólk HSU í Eyjum,“ sagði Gyða. Dagdeild lyfjagjafa á sjúkradeild tók til starfa árið 2007 og stóð Bjarni Sighvatsson fyrir söfnun fyrir búnaði og tækjum sem þar eru. Þar eru tveir lyfjagjafastólar og er opið einu sinni í viku, á miðvikudögum. „Þar eru bland- aðar margar gerðir lyfja og gefin á staðnum, m.a. krabbameinslyf í æð eða undir húð. Vest- mannaeyjar eru einn af fjórum stöðum á landinu þar sem þessi þjónusta er í boði. Erum við í nánu samstarfi við blöndunar- deild Landspítalans og notum sama búnað. Líka erum við í samstarfi við dag- og göngudeild blóð- og krabbameins- lækninga LSH. Sérhæfðir hjúkrunarfræðingar sjá um að blanda og gefa krabbameinslyfin og fara reglulega á námskeið á LSH. Krabbameinslyfin eru blönduð í sérstökum íblöndunarskáp,“ sagði Gyða. Í boði er heimahjúkrun, félagsráðgjöf og dag- deildin er hluti sjúkradeildar með góð tengsl við sérfræðinga og vakthafandi lyflækni. „Ef kemur til innlagnar vegna t.d. aukaverkana, verkjastillingar, sýkingar eða annars bakslags er sjúkradeildin til staðar til mats og meðferðar. Deildin býður einnig upp á hvíldar- og endurhæfingar- innlögn með daglegri sjúkraþjálf- un. Það þarfnast umsóknar gegn- um færni-og heilsumatsnefnd. Upplýsingar um það er að finna á island.is,“ sagði Gyða að lokum. Veitir ráðgjöf og upplýsingar Sólrún Erla Gunnarsdóttir, félags- ráðgjafi var nýlega ráðin í hálfa stöðu á HSU í Vestmannaeyjum. Starf hennar felst í að veita sjúk- lingum og aðstandendum ráðgjöf, upplýsingar, fræðslu og stuðning. Er hægt að óska eftir viðtali eða aðkomu félagsráðgjafa í gegnum hjúkrunarfræðinga og lækna. Hjá henni er hægt að fá upplýs- ingar um úrræði sem í boði eru, ráðgjöf og fræðslu til sjúklinga og aðstandenda. Félagsráðgjafi er tengiliður milli sjúklinga og hjálp- arkerfa þegar þörf er á. Aðstoð við umsóknir í önnur kerfi, símavið- töl, eftirfylgd og ráðgjöf. Einnig aðstoð og stuðningur þegar vinna þarf úr sorg og áföllum. Dæmi um félagsleg réttindi er veikindaréttur hjá vinnu- veitanda, sjúkrasjóðir stéttar- félaga, sjúkradagpeningar SÍ, lífeyrissjóðir, endurhæfingar- og örorkulífeyrir, ferðakostnaður og stuðningsþjónusta sveitarfélagsins svo eitthvað sé nefnt. Sólrún er með mikla reynslu að baki m.a sem félagsráðgjafi hjá Vestmannaeyjabæ, deildarstjóri öldrunarmála og stjórnandi á Hraunbúðum ásamt því að hafa tekið að sér sjálfstæð verkefni og handleiðslu. Sagðist hún hlakka til starfsins á HSU og vonaðist hún til að geta létt undir með fólki í krefjandi verkefnum lífsins. Hún hrósaði jafnframt því góða og fjölbreytta starfi sem unnið er hjá Krabbavörn í Vestmannaeyjum og sagði framtak þeirra að halda op- inn kynningarfund á starfseminni til fyrirmyndar. HSU Vestmannaeyjum Margvísleg þjónusta í boði: Dagdeild lyfjagjafa ein fjögurra á landinu Náið samstarf við Landspítalann Félagsráðgjafi styrkir starfið Þær voru meðal fyrirlesara. Sólrún Erla Gunnarsdóttir, Gyða Arnórsdóttir og Sigrún Elva Einarsdóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.