Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2023, Qupperneq 16

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2023, Qupperneq 16
Ívar Bessi og Amelía hlutu fréttabikarana E Y J A M A Ð U R I N N Ótrúlega gaman og allt í teskeið Amelía Einarsdóttir er 19 ára hornamaður sem getur spilað horn báðum megin. Amelía var í hóp í 36 leikjum á tímabilinu og fékk meiri ábyrgð og spilatíma eftir því sem leið á tímabilið og skilaði alltaf sínu. Amelía er útsjóna- samur leikmaður með góða tækni, frábæra hönd og góðan leikskilning. Amelía hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands og hefur farið meðal annars í umspilsleiki í Serbíu og til Litháen þar sem Evrópukeppni B fór fram. Amelía varð Íslandmeistari með ÍBV í 3., 4. og 5 flokki auk þess að vera bikarmeistari í 4. flokki. Amelía er framtíðarleikmað- ur og bundnar eru miklar vonir við hana á næstu árum. Fullt nafn: Amelía Dís Einars- dóttir. Fjölskylda: Einar, Sara, Kristófer Tjörvi, Aron Gunnar og Jóhann Darri. Hefur þú búið annarsstaðar en í Eyjum: Já, ég bjó í Stykkishólmi. Mottó: Njóta lífsins. Síðasta hámhorfið: Outer banks. Uppáhalds hlaðvarp: Þarf alltaf að vera grín. Aðaláhugamál: Aðaláhugamál er sennilega bara handboltinn. Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án: Bursta tennurnar, gæti ekki sleppt því. Hvað óttast þú mest: Köngulær og stóra fiska. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Bubbi og 1D. Hvað er velgengni fyrir þér: Velgengni fyrir mér er í raun bara að ef þú ert sáttur við það sem þú ert að gera og ert hamingjusamur getur enginn sagt þér að þér gangi ekki vel. Hvenær byrjaðir þú að æfa hand- bolta? Ég byrjaði að æfa hand- bolta þegar ég var 11 ára. Hvernig fannst þér tímabilið í ár? Tímabilið í ár verður klárlega eitt það eftirminnilegasta, bókstaflega allt í kringum þetta tímabil var með ólíkindum. Stuðningurinn var frábær og er ekki hægt að sjá svona stuðning neins staðar annars staðar á landinu í kvenna- íþrótt, umgjörðin í kringum liðið, sjálfboðaliðar, þjálfarar, ráðið, allt til fyrirmyndar. Svo skemmdi árangurinn ekki fyrir en án alls hins hefði hann ekki orðið. Sjaldan verið jafn gaman að vera í handbolta og á þessu tímabili. Var eitthvað sem kom á óvart í vetur? Það var eiginlega ekkert sem kom á óvart á þessu tímabili, þetta gekk mjög smurt fyrir sig, ótrúlega gaman og allt í teskeið. Hver eru markmiðin þegar kemur að handbolta? Mín markmið þegar kemur að handbolta hafa verið breytileg síðustu ár og er ég ekki ennþá komin með 100% niðurstöðu, ég ætla að vera alla- vega eitt tímabil í viðbót í Eyjum og svo sé ég bara til. Hvað tekur nú við þegar tímabil- inu er lokið? Fókusinn núna er að vera klár fyrir næsta tímabil og framhaldið er óákveðið. Eitthvað að lokum? Ég vil þakka fólkinu sem vinnur að því að gera þetta mögulegt og gerir allt fyrir okkur. Geðveikt að fá að taka þátt í þessu Ívar Bessi Viðarsson er 17 ára vinstri skytta en er þó líklega þekktastur fyrir varnarleik sinn en hlutverk hans í meistara- flokki ÍBV hefur verið stigvax- andi á tímabilinu en hann var í hóp í 27 leikjum á tímabilinu. Ívar Bessi var í lokahóp -17 á síðasta ári þegar liðið hafnaði í sjötta sæti í hand- knattleikskeppni Ólympíu- hátíðar Evrópuæskunnar í Slóvakíu. Ívar Bessi er ótrúlega dugleg- ur drengur, tilbúinn að leggja á sig það sem þarf til að ná árangri. Er með DNA sem ein- kennir ÍBV vörnina. Hefur alla tíð æft virkilega vel og er eins og svampur þegar kemur að leiðsögn, segir meðal annars um Ívar Bessa í umsögn þjálf- ara um hann. Ívar Bessi á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Nafn: Ívar Bessi Viðarsson. Fjölskylda: Tveir bræður, ein systir. Hefur þú búið annarsstaðar en í Eyjum: Nei. Mottó: Ætlaði að ljúga einhverju en á ekkert mottó. Síðasta hámhorfið: Brooklyn nine nine. Uppáhalds hlaðvarp? Þarf alltaf að vera grín eða beint í bílinn. Aðaláhugamál: Íþróttir aðallega. Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án: Fara í sturtu. Hvað óttast þú mest: Nálar/ sprautur. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: House music þessa dagana. Hvað er velgengni fyrir þér: Að græða pening á því að gera það sem þér finnst gaman. Hvenær byrjaðir þú að æfa hand- bolta? 6 ára. Hvernig fannst þér tímabilið í ár? Tímabilið í ár fannst mér gott, geðveikt að fá að taka þátt í þessu. Var eitthvað sem kom á óvart í vetur? Úrslitakeppnin kom mér á óvart það er að segja hvaða lið endaði í hvaða sæti (fyrir utan það að við unnum). Hver eru markmiðin þegar kemur að handbolta? Væri geðveikt að komast út. Hver er af ykkur bræðrum er bestur? Allt er þegar þrennt er, heyrði ég. Hvað tekur nú við þegar tímabil- inu er lokið? Ég verð eitthvað í landsliðsverkefnum en fyrir utan það ætla ég að vinna, lyfta og éta í sumar. Eitthvað að lokum? Neibb. 16 | | 15. júní 2023 Umsjón: GÍGJA ÓSKARSDÓTTIR

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.