Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2023, Síða 12
12 | | 21. september 2023
Íþrótta-akademía ÍBV og Fram-
haldsskólans í Vestmanna-
eyjum fór formlega af stað í
byrjun árs 2011 og samskonar
starf fór af stað við Grunnskóla
Vestmannaeyja ári síðar.
Akademían hafði lengi verið
á stefnuskrá ÍBV-íþróttafélags
og var aðsóknin vonum framar
fyrsta árið þar sem á fimmta
tug iðkenda voru skráðir á
fyrstu önn.
Markmiðið með þessu sam-
starfi hefur frá upphafi verið að
efla áhuga, metnað og árangur
ungra íþróttamanna í námi og
íþróttum, draga úr brottfalli úr
íþróttum á viðkvæmum aldri.
Einnig að draga úr vímu-
efnaneyslu unglinga. Auk þess
að bæta þjónustu við afreksfólk
og hvetja nemendur til að
tileinka sér hugmyndafræði
íþrótta í námi og hugmynda-
fræði náms í íþróttum.
Það vakti athygli blaðamanns
að á meðal þeirra fyrstu sem
fóru í gegnum Íþróttaakademíu
ÍBV hafa fjórir spilað handbolta
í efstu deild í Þýskalandi. Það
eru þau Elliði Snær Viðarsson
sem leikur með Gummersbach,
Hákon Daði Styrmisson sem
skipti nýlega yfir til Eintracht
Hagen en hann lék áður með
Gummersbach, Díana Dögg
Magnúsdóttir sem leikur með
BSV Sachsen Zwickau og Sand-
ra Erlingsdóttir leikstjórnandi
TuS Metzingen. Þau hafa öll
einnig leikið með A-landsliðum
Íslands síðustu ár. Við ræddum
við þetta öfluga íþróttafólk um
akademíuna og hvaða áhrif
hún hafði á þeirra árangur.
Hornamaðurinn Hákon Daði
Styrmisson segir Íþróttaakademíu
FIV hafa gert mikið fyrir sig. „Ef
mig minnir rétt var ég þrjár annir
í akademíunni í Vestmannaeyjum.
Þessi tími á þessari námsbraut var
skemmtilegur. Við vorum nokkuð
mörg í hópnum og einnig góðir
vinir. Það var mikið lagt upp
með að átta okkur á líkama okkar
og fullt af styrktaræfingum og
einnig morgunæfingar sem voru
handboltaæfingar. Það sem stóð
upp úr var kannski að þjálfarinn
fékk meiri tíma með hverjum og
einum og gat einbeitt sér meira
hvar hann vildi setja áhersluna á
að bæta.“ Hákon segir þau hafa
fengið að prófa ýmislegt og hann
hafi séð margar ólíkar áherslur
í þjálfun. „Eitt sem stóð upp úr
voru æfingarnar og sérstaklega
man ég eftir þegar það var dregið
fram fimleikadýnu og við vorum
látin gera allskonar kúnstir, jafn-
vægi, samhæfingar og styrktaræf-
ingar á dýnunni. Það hefði verið
gaman að eiga upptöku af því.“
Hákon segist ekki vera í vafa
um að þessi tími hafi gert mikið
fyrir sig. „Þetta ferli hefur
hjálpað mér þannig að grunnur
minn í handbolta og hreyfigetu
er kannski meiri en hjá öðrum
og kom fyrr myndi ég segja.
Við erum ofboðslega vel þjálfuð
heima á Íslandi sérstaklega
handboltalega, það er að segja
grunnurinn. En það sem er að
koma meira og meira inn fyrr er
vitund líkamlega hjá okkur líka.
Hann mælir heilshugar með
þessu fyrir ungt íþróttafólk. „Fyr-
ir ungt fólk sem hefur virkilega
áhuga á íþróttinni handbolta eða
fótbolta eða bara hvaða íþrótt
sem er, bara algjörlega. Þetta
hjálpar þér alltaf til lengri tíma
litið og þú lærir á þig og þinn
líkama betur og fyrr en aðrir. Við
þurfum að átta okkur á því að við
erum í einstakri stöðu í Vest-
mannaeyjum, kúltúrinn er þannig
að krakkar ná langt, það er bara
þannig. Það er ekki á neinum
öðrum stað held ég að ég leyfi
mér að fullyrða betri þjálfun eða
haldið jafnvel utan um krakka
og í Eyjum. Samstarf ÍBV og
skólanna er einstakt og er hvergi
annarsstaðar svona góð og mikil.
Sama hvort þú sért uppalinn hér
eða kemur á þínum seinni árum
er þetta staðurinn til þess að bæði
þroskast andlega, líkamlega og
handboltalega. Eins og ég sagði
þá nær fólk langt hér og það er
engin tilviljun. Umhverfið sem
fólk og ákveðnir aðilar eru búnir
að vinna að og skapa er ótrúlegt
og er ég alla vega ævinlega þakk-
látur fyrir að alast upp í Eyjum.
Díana Dögg Magnúsdóttir hefur
verið að gera góða hluti á erlendri
grundu síðustu ár. Díana er leik-
maður og fyrirliði BSV Sachsen
Zwickau en í haust hefur hún sitt
fjórða tímabili með liðinu í þýsku
1. deildinni auk þess hefur Díana
unnið sér inn fast sæti í íslenska
landsliðinu. Díana hefur einnig
sinnt krefjandi námi og starfi
samhliða handboltanum í landi
þar sem hún var tæplega talandi
fyrir þremur árum.
Díana var fimm annir eða tvö og
hálft ár í íþróttaakademíu FÍV en
var áður í akademíu GRV. Hún
segir akademíuna hafa gert mikið
fyrir sig. „Ég lærði ýmislegt
í akademíunni, t.d. sjálfsaga,
tækni, þolinmæði og þrautseigju.“
Aðspurð um það hvað hafi staðið
upp úr segir hún það hafa verið
að sjá árangurinn og framfarirnar
af æfingunum. „Það var mikil
hvatning af því að sjá árangur af
þessum auka æfingum, sérstaklega
tækniæfingum þær gerðu mikið
fyrir mig.“
Hún segist ekki vera í vafa að
námið hafi hjálpað henni á sínum
ferli. „Akademían bjó mann betur
undir þær kröfur sem gerðar voru
síðar á ferlinum og allar þær
áskoranir.“
Myndir þú mæla með þessu
fyrir ungt íþróttafólk? „Ég myndi
hiklaust mæla með akademíunni.
Vinnusemi, þolinmæði, þraut-
seigja og sjálfsagi eru grund-
vallarþættir ef íþróttafólk ætlar sér
að ná langt og eru þættir sem ungt
íþróttafólk ætti að tileinka sér í
akademíunni.“
Afreksfólk mælir með
akademíunni
Vinnusemi, þolinmæði, þrautseigja og sjálfsagi
Einstakar aðstæður í Eyjum
Díana Dögg Magnúsdóttir.
Sandra Erlingsdóttir.
SINDRI ÓLAFSSON
sindri@eyjafrett ir. is