Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Blaðsíða 11

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Blaðsíða 11
Framkvæmdafréttir nr. 728 6. tbl. 31. árg. 11 Starfsmenn Vegagerðarinnar þurftu að læra heldur margt á skömmum tíma. „Stýringin á þessum bor er allt önnur en við eigum að venjast. Allar aðgerðir eru til dæmis framkvæmdar með fjarstýringu, þó einnig sé hægt að stýra honum handvirkt,“ segir Sverrir og bendir á að öryggi starfsfólks aukist með þessu töluvert, enda þurfi það ekki að standa alveg upp við borinn meðan hann vinnur. Borinn er búinn ýmsum tækilegum nýjungum, er með nýtt tölvukerfi með snertiskjám sem hægt er að stýra aðgerðum á. Gögnin sem verða til er hægt að senda beint í tölvupósti auk þess sem öll gögn vistast í skýi. „Þar er einnig hægt að fylgjast með ástandi borsins, staðsetningu hans og öllum skjölum sem fylgja honum.“ Sverrir bendir einnig á að Vegagerðin hafi látið útbúa sérstaka lausn fyrir sig til að geta betur staðsett þær holur sem eru boraðar. „Sérstakt mælitæki er tengt við tölvuna í bornum. Þannig vistast alltaf nákvæm hnit borholunnar með öllum upplýsingum sem auðveldar margt.“ Borinn vegur átta tonn og er bæði þyngri og stærri en eldri bor og þar með mun stöðugri. Hann er á beltum og er fluttur á krókheysispalli. Þrátt fyrir stærðina mengar borinn lítið þar sem hann er búinn adblue-kerfi. Þá er notaður umhverfisvænn glussi á borinn sem spillir náttúrunni minna ef glussaleki kemur upp . Framundan eru ýmis áríðandi verkefni. Fyrst þarf að gera rannsóknarboranir vegna uppbygginu tengivega á Suðurlandi. Í vetur er svo stefnt að því að nýta borinn í jarðtæknirannsóknir vegna Sundabrautar.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.