Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Blaðsíða 5
Framkvæmdafréttir nr. 728
6. tbl. 31. árg.
5
Verðlaunin eru veitt á fjögurra ára fresti og verða
afhent fulltrúa eiganda þess mannvirkis sem
verðlaunin hlýtur á ráðstefnunni Via Nordica 2024,
sem haldin verður í Kaupmannahöfn 10.-12. júní 2024
(https://vianordica2024.dk/).
Verðlaunin árið 2024 verða veitt fyrir nýja brú eða
endurgerð brúar sem er staðsett á Norðurlöndunum og
hefur verið lokið á árunum 2016 til júní 2024.
Verkefnið skal vera eftirtektarvert, frumlegt, skapandi
eða á annan hátt fela í sér mikilvægt framlag á sviði
brúarverkfræði eða til þess svæðis sem verkefnið er
staðsett á. Stærð brúarinnar skiptir ekki máli.
Norrænu
brúarverðlaunin 2024
– óskað eftir tilnefningum
Norrænu brúarverðlaunin eru veitt fyrir
framúrskarandi framlag á sviði brúarverkfræði
með sérstaka áherslu á notagildi þess á
Norðurlöndunum.
Hvert þátttökuland í brúarnefnd Norræna
vegasambandsins (NVF) má tilnefna tvær brýr
eða verkefni til verðlaunanna. Dómnefnd skipuð
tveim fulltrúum frá hverju þátttökulandi mun velja
sigurvegara.
Senda skal tilnefningu um brúarverkefni á Íslandi til
formanns norrænu brúarnefndarinnar, Guðmundar
Vals Guðmundssonar (gvgu@vegagerdin.is), fyrir
31.desember 2023.
Tilnefningin skal innihalda
→ Stutta lýsingu og ljósmynd af brúnni
→ Lýsingu á verðleikum
→ Nöfn á verkkaupa, verktaka, hönnuðum og öðrum
sem komu að verkefninu.
↓
Brú á Þjórsá sem hlaut norrænu
brúarverðlaunin árið 2008.
Mynd: Viktor Arnar Ingólfsson