Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Blaðsíða 15
Framkvæmdafréttir nr. 728
6. tbl. 31. árg.
15
Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar setti
ráðstefnuna.
Páll Valdimar Kolka Jónsson var fundarstjóri líkt og á
síðasta ári.
Dr. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur og
prófessor við Háskóla Íslands, hélt erindið Eldvirkni á
Íslandi og hugsanleg áhrif á innviði. Í máli hans kom
fram að umfang eldgosavár ræðst af staðsetningu
eldstöðvarinnar, afli, stærð og/eða lengd gossins,
forvörnum og skipulagi, auk samfélagslegs skilnings
og viðbrögðum.
Björk Úlfarsdóttir, umhverfis-, gæða- og
nýsköpunarstjóri hjá Colas Íslandi, hélt erindið
Kolefnishlutlaus bindiefni. Þar greindi hún frá tilraunum
sem Colas hefur gert með tveimur lífbindiefnum og
hvernig þær hafa tekist til. Einnig fór hún yfir hvaða
bikbindiefni eru notuð í vegagerð og hvernig breyta má
notkun á biki og nota meira af endurunnu malbiki.