Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Blaðsíða 17

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Blaðsíða 17
Framkvæmdafréttir nr. 728 6. tbl. 31. árg. 17 Berglind Hallgrímsdóttir hjá EFLU hélt erindið Umferðaröryggisaðgerðir og áhrif á leiðarval. Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif umferðaröryggisaðgerða á leiðarval ökumanna, hraða og meta mögulega vænta fækkun slysa og samhagandi samfélagslegan sparnað vegna hraðalækkunar. Helstu niðurstöður eru að hraðatakmarkandi aðgerðir virðast hafa lítil áhrif á leiðarval. Thijs Kreukels hjá VSB verkfræðistofu hélt erindið Leiðbeiningar um hönnun gatna í þéttbýli. Fram kom að hérlendis skortir samræmdar leiðbeiningum varðandi hámarkshraða í mismunandi hverfum. Samræming er mikilvæg vegna umferðaröryggis og skilvirkni. Nú er unnið að samræmdum leiðbeiningum í samstarfi Vegagerðarinnar, Reykjavíkur og Skipulagsstofnunar. Sæunn Gísladóttir hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri hélt erindið Áhrif fjarvinnu á vegakerfið. Covid-heimsfaraldurinn gjörbreytti fjarvinnu en kannað var hvort breyting varð til lengri tíma og hvort það gæti haft áhrif á vegakerfið. Niðurstöður benda til að meðalfjöldi daga sem keyrt var í vinnu sé aðeins lægri nú en fyrir Covid en þörf er á frekar í rannsóknum. Þorsteinn Sæmundsson, hélt erindi fyrir hönd Jöklahóps Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Það hét; Grímsvötn: vatnsgeymir, jökulhlaup, upphaf og rennsli. Frá því að Grímsvötn fundust árið 1919 hafa þau verið til rannsóknar en þau eru alltaf að breytast. Með betri mælingum og mælitækjum er hægt að spá betur fyrir t.d. um hlaup. Þorsteinn Sæmundsson, Halldór Geirsson og Hafdís Jónsdóttir stóðu að erindinu Rannsóknir á tengslum veðurfarsbreytinga og hreyfinga á og við vegstæði Siglufjarðarvegar um Almenninga. Tilgangur rannsóknarinnar er að finna eðli og orsakir hreyfinga í og við vegstæði Siglufjarðar við Almenninga. Árið 2022 voru settar upp níu síritandi GNSS stöðvar til að mæla hreyfingar. Samanburður á eldri hreyfingum og veðurfari bendir til að flestir atburðir eigi sér stað í tengslum við úrkomu og leysingar. Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni hélt erindið Mælaborð úrkomuvöktunar í Almenningum. Hann fór m.a. yfir hvernig svæðið er vaktað og hvers vegna. Úrkomumæli var bætt við veðurstöðina Siglufjarðarveg í september í fyrra. Í október sama ár var tilfærsla um 22 cm eftir miklar rigningar.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.