Úrval - 01.04.1973, Blaðsíða 31

Úrval - 01.04.1973, Blaðsíða 31
29 gæðum, eins og þeim finnst réttast og sanngjarnast. Rn tilfinningar barnsins byggjast ekki á hlutlægu mati á þvi hvað sé rétt og sanngjarnt. Raunveruleiki barnsins er annar en hinna fullorðnu, persónulegri, tilfinningalegri. öll börn hafa ástæðu til aö vera afbrýðisöm, þótt sú ástæða kunni ekki alltaf að vera tekin góð og gild, sé hún aðeins metin eftir ytri atvikum. Ástæðan er tilfinningalegs eölis. öll börn eru reyndar ein- hverntima afbrýðisöm, ef við litum á afbrýöissmi sem þá tilfinningu, sem ris af þvi, að til kemur keppinautur um þessa grundvallarþörf barnsins, ást foreldra sinna. Hér á undan hefur aöeins verið talað um afbrýðisemi eldra barns út i það yngra, vegna þess að hún er algengust og mest áberandi. En að sjálfsögðu gætir þessarar tilfinningar einnig hjá yngri systkinum út I hin eldri, einkum eftir að hin yngri hafa vaxið upp úr ósjálfbjarga aldrinum. Afbrýðisemi leiðir af sér samkeppni milli systkina, og sú samkeppni getur komið fram í mörgum myndum. Einkabörn fara á mis viðþessa samkeppni, a.m.k. innan fjölskyldunnar. Ég sagði fara á mis við, þvi að sú samkeppni, sem sprettur af afbrýðisemi er ekki eingöngu neikvæð. Ef til vill er hún fyrst og fremst og oftast jákvæö og þroskandi fyrir barnið. Fyrir mörg börn er tilkoma nýs systkinis fyrsta verulega ógnunin við það tilfinningaöryggi og áhyggjuleysi, sem flest börn búa við i frumbernsku. Barnið hefur hingað til ekki þurft að taka tillit til annarra en sjálfs sin. Skyndilega verður það að fara að deila með öðrum, þola það, að annar sé tekinn fram yfir það, verja eignarrétt sinn. öryggisleysi og kviði vaknar, og fjandsamlegar kenndir beinast að systkininu og foreldrunum. Börnum, sem búa við heilbrigð fjölskyldutengsl, tekst fljótlega að yfirvinna þessar kenndir, einkum með þvi að tileinka sér nýja og þroskaðri atferlishætti. Barnið vekur athygli foreldra sinna á sér með þvi að sýna hvað það kann og getur, með þvi að iæra nýja hluti og koma hreykið til foreldra sinna og sýna þeim árangurinn. Foreldrar hjálpa lika barni sinu, meövitað og ómeðvitað til að bæta sér upp þá athygli sem ung- barnið hefur tekið frá þvi. Það fær e.t.v. að fara i föndur, læra að dansa, þvi er hrósað og það er örvað, stolt þess er vakið. En oft kunna foreldrar og barn sér ekki hóf i þéssum efnum. Gerðar eru meiri kröfur til barnsins en það hefur þroska til að standa undir. Það vill oft gleymast, þegar nýtt barn kemur i heiminn, að eldra barnið, sem kannske er 3-5 ára gamalt, er enn litið og óþroskað og hefur rika þörf fyrir þá umhyggju og athygli, sem nú hefur beinzt að ungbarninu. Hegðun þess er enn barnaleg og ábyrgðarlaus. Jafnvel löngu eftir, að barnið er komið á skóla- aldur, þarf það oft að vera litið i sér og finna hjá foreldrum sinurrr, að þvi leyfist það. En foreldrum er gjarnt aö segja: Þú ert orðinn of stór til að gera þetta eða hitt. Þá er hætta á að kröfurnar til barnsins verði þvi ofviða. Það bælir óhæfilega niður barnslegar tilfinningar sinar, verður spennt og vansælt, og ýmis konar geðræn einkenni koma fram, sem siðar veröur vikið að. En einnig er hætta á, að það snúi alveg við blaðinu og taki upp at- ferlishætti, sem i flestu likjast ung- barninu. Einkum á þetta við um hin yngri börn og óþroskaðri. Liklega kannast flestir foreldrar við það, þegar barn þeirra verður óeðlilega smábarnalegt i allri hegðun við tilkomu nýs systkinis. Það fer að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.