Úrval - 01.04.1973, Blaðsíða 31
29
gæðum, eins og þeim finnst réttast og
sanngjarnast. Rn tilfinningar barnsins
byggjast ekki á hlutlægu mati á þvi
hvað sé rétt og sanngjarnt.
Raunveruleiki barnsins er annar en
hinna fullorðnu, persónulegri,
tilfinningalegri. öll börn hafa ástæðu
til aö vera afbrýðisöm, þótt sú ástæða
kunni ekki alltaf að vera tekin góð og
gild, sé hún aðeins metin eftir ytri
atvikum. Ástæðan er tilfinningalegs
eölis. öll börn eru reyndar ein-
hverntima afbrýðisöm, ef við litum á
afbrýöissmi sem þá tilfinningu, sem
ris af þvi, að til kemur keppinautur um
þessa grundvallarþörf barnsins, ást
foreldra sinna.
Hér á undan hefur aöeins verið talað
um afbrýðisemi eldra barns út i það
yngra, vegna þess að hún er algengust
og mest áberandi. En að sjálfsögðu
gætir þessarar tilfinningar einnig hjá
yngri systkinum út I hin eldri, einkum
eftir að hin yngri hafa vaxið upp úr
ósjálfbjarga aldrinum. Afbrýðisemi
leiðir af sér samkeppni milli systkina,
og sú samkeppni getur komið fram í
mörgum myndum. Einkabörn fara á
mis viðþessa samkeppni, a.m.k. innan
fjölskyldunnar. Ég sagði fara á mis
við, þvi að sú samkeppni, sem sprettur
af afbrýðisemi er ekki eingöngu
neikvæð. Ef til vill er hún fyrst og
fremst og oftast jákvæö og þroskandi
fyrir barnið. Fyrir mörg börn er
tilkoma nýs systkinis fyrsta verulega
ógnunin við það tilfinningaöryggi og
áhyggjuleysi, sem flest börn búa við i
frumbernsku. Barnið hefur hingað til
ekki þurft að taka tillit til annarra en
sjálfs sin. Skyndilega verður það að
fara að deila með öðrum, þola það, að
annar sé tekinn fram yfir það, verja
eignarrétt sinn. öryggisleysi og kviði
vaknar, og fjandsamlegar kenndir
beinast að systkininu og foreldrunum.
Börnum, sem búa við heilbrigð
fjölskyldutengsl, tekst fljótlega að
yfirvinna þessar kenndir, einkum með
þvi að tileinka sér nýja og þroskaðri
atferlishætti. Barnið vekur athygli
foreldra sinna á sér með þvi að sýna
hvað það kann og getur, með þvi að
iæra nýja hluti og koma hreykið til
foreldra sinna og sýna þeim
árangurinn. Foreldrar hjálpa lika
barni sinu, meövitað og ómeðvitað til
að bæta sér upp þá athygli sem ung-
barnið hefur tekið frá þvi. Það fær
e.t.v. að fara i föndur, læra að dansa,
þvi er hrósað og það er örvað, stolt
þess er vakið. En oft kunna foreldrar
og barn sér ekki hóf i þéssum efnum.
Gerðar eru meiri kröfur til barnsins en
það hefur þroska til að standa undir.
Það vill oft gleymast, þegar nýtt barn
kemur i heiminn, að eldra barnið, sem
kannske er 3-5 ára gamalt, er enn litið
og óþroskað og hefur rika þörf fyrir þá
umhyggju og athygli, sem nú hefur
beinzt að ungbarninu. Hegðun þess er
enn barnaleg og ábyrgðarlaus. Jafnvel
löngu eftir, að barnið er komið á skóla-
aldur, þarf það oft að vera litið i sér og
finna hjá foreldrum sinurrr, að þvi
leyfist það. En foreldrum er gjarnt aö
segja: Þú ert orðinn of stór til að gera
þetta eða hitt. Þá er hætta á að
kröfurnar til barnsins verði þvi ofviða.
Það bælir óhæfilega niður barnslegar
tilfinningar sinar, verður spennt og
vansælt, og ýmis konar geðræn
einkenni koma fram, sem siðar veröur
vikið að. En einnig er hætta á, að það
snúi alveg við blaðinu og taki upp at-
ferlishætti, sem i flestu likjast ung-
barninu. Einkum á þetta við um hin
yngri börn og óþroskaðri.
Liklega kannast flestir foreldrar við
það, þegar barn þeirra verður
óeðlilega smábarnalegt i allri hegðun
við tilkomu nýs systkinis. Það fer að