Úrval - 01.04.1973, Blaðsíða 22
ÚHVAL
20
T.d. voru á ráðstefnunni i Dallas þjóð-
félagsfræðingar, sálfræðingar og
nokkuð af hjónabandsráðgjöfum.
Flestir þátttakendanna kenndu viö
menntaskólanámskeið um hjónabönd
og fjölskylduna, skrifuöu greinar
fullar af lærdómi, gáfu út bækur, sem
voru skyldulestrarefni nemenda, var
vitnað i i fjölmiölum og komu fram i
sjónvarpi.
En er fjölskyldan i rauninni búin aö
vera?
„Hvar eru sannanirnar?” spurði ég
höfund einnar and-fjölskyldubókar,
sem er mikið notuö sem skyldulesning
I menntaskólum.
Hann leit niður á mig úr hæöum
menntunarinnar: „Ertu að gera að
gamni þfnu? Littu á skilnaðar-
tölurnar! Það er hópflótti frá
hjónaböndum. Meira en helmingi
þeirra hjónabanda, sem stofnaö er til
hér á landi i dag, mun ljúka fyrir
skilnaðarréttinum! ”
Tölur um tiðni hjónaskilnaða eru
samt sem áður frumskógur, sem
könnuðurinn verður að feta sig um
með gætni. Þegar inn i hann er komið
— og með aöstoð leiðsögumanns —
leynast i honum fróðleg svör við
spurningum, sem snerta okkur öll,
undantekningarlitið. T.d. hvort og
hversvegna þitt eigið hjónaband sé
llklegt til að standa I 30 mánuöi, 30 ár,
eða þar til yfir lýkur. Hve oft gengur
fólk i annað hjónaband? Samanlögð
leiða svörin til mikilvægrar niður-
stöðu: Sú hugmynd, að fjölskyldan sé
að deyja út sem bandarísk stofnun er
blekking.
Leiðsögumaðurinn, sem ég valdi
mér, var Paul Glick frá Manntals-
skrifstofu Bandarik janna, sem
almennt er litið á sem hæfasta
túlkanda hjónabands og skilnaðar-
tölfræði. Hann kom með þá uppá-
stungu, aö „til að ganga úr skugga um
hvort yfir standi hópflótti frá hjóna-
böndum, væri skynsamlegt að lita
fyrst á annan þátt skilnaðar-
tölfræðinnar — þann sem fjallar um
tölur yfir endurhjónabönd.”
Sú rannsókn var uppörvandi. Fjórir
af hverjum fimm, sem skilja, ganga
aftur i hjónaband. Greinilega hafði
skilnaður þeirra ekki merkt uppgjöf á
hjónabandinu sem stofnun. Þau
reyndu aftur i þeirri von, að betur
tækist til I annað sinn.
„En litið á alla þá, sem ganga i hvert
hjónabandiö á fætur öðru,” segja
gagnrýnendurnir.
önnur blekking. Aðeins tvö prósent
af þeim, sem ganga i hjónaband, munu
skilja tvisvar og ganga i þriðja hjóna-
bandiö, benti Glick á, og hlutfallstala
þeirra, sem ganga i fjögur hjónabönd,
er svo lág að hún er næstum ósýnileg
— fjórðungur úr einu prósenti!
Næsta spurning: Hvaö er skilnaðar-
tiðnin raunverulega há? Er það satt,
að helmingur allra hjónabanda leysist
upp?
Areiöanlega ekki, sagði Glick og út-
skýrði það þannig: „Þeir sem vitna I
þessa háu tiðni bera saman giftingar
og skilnaði á sama árinu, en þarna er
óllku saman að jafna og gengið út frá
tveim mismunandi hópum fólks. í
öðrum flokki þeirra sem skilja, eru
þeir sem hafa gengið i hjónaband árið
áður, fyrir 10 árum eða jafnvel 30. 1
hinum hópnum eru þeir nýgiftu
Segjum að i ákveðnu samfélagi gangi
100 manns I hjónaband á einu ári, en
annað 100, sem hefur gift sig á
árabilinu á undan, skilji. Það væri
greinilega ekki hægt að halda þvi fram
að skilnaðartiðnin sé 100 prósent né
spá þvi að öll nýju hjónaböndin muni
fara i hundana.”
Rétta aðferðin til að fá fram