Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 22

Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 22
útlensku fjárhúsi með jesúbarninu, Jósep, Maríu mey og öllu tilheyrandi. Þetta var kannski ekki jafn tilkomumikið og í KBB en samt mjög flott. Síðan komu hinar verslanirnar með sínar skreytingar. Sem voru líka mjög flottar . Verslunin Stjarnan var alltaf með mikið af jólaljósum í gluggunum enda var það raftækjaverslun ásamt fleiru. En í versluninni Ís birn­ inum, þar var minnis stæðast að alltaf var sett upp stórt leik­ fanga indjánaþorp út í glugga sem var ekkert jólalegt í rauninni en samt í minningunni tengist það jólunum mjög sterkt.. Svo líklega er það þessvegna sem mér finnast norður amerískir frumbyggjar eitthvað jólalegir enn þann dag í dag. Þegar þessar helstu verslanir voru búnar að skreyta var komið að aðal en það var þegar Lions stillti upp vinningunum í jólahappdrættinu í útstillinga­ glugga svipað og er gert hér í Ólafsvík, þá fann maður að eitthvað var að fara að gerast. Fyrir framan þann glugga eyddum við krakkarnir eflaust heilli vinnuviku síðustu dagana fyrir jól starandi og dreymandi um einhverja vinningana. En dregið var í happdrættinu á aðfangadag alveg eins og hérna í víkinni. Þegar allar þessar jóla­ skreytingar voru komnar í verslanirnar þá var komið að hreppnum, eða bænum eins og nú er orðið. Að skreyta. Það var gert með ljósaskreytingum á ljósastaura og meira að segja greniskreytt ljósasería með grenibjöllu yfir kaupfélags­ götuna. Og líka voru sett upp nokkur jólatré með ljósaseríum. Svo skutust upp seríur á íbúðahúsin, í glugga, þakkanta og svalahandrið, allt eftir smekk hvers og eins. Þegar þessi rammi var kominn upp.þ.e.a.s. Skreyt ing arnar þá, í minning­ unni allavega, byrjaði alltaf að snjóa. Það snjóaði mikið og það snjóaði í blanka logni; ég geri mér fulla grein fyrir að þetta getur enganveginn verið rétt þar sem þetta var í Borgarnesi en svona er þetta sko samt í æsku minningu minni og það er það sem þetta erindi fjallar um. Ekki satt. Þegar hætti að snjóa þá leit Borgarnes út eins og blanda af Kardimommubæ, Betlihem og sjálfu Borgarnesi. Með risastóru dassi af norður­ pólnum. Semsé mjög jólalegt. En víkjum nú að jólum fjöl­ skyldunnar. Jólaundir bún ingur­ inn tók eiginlega beint við af sláturgerðinni. Það var eiginlega ekki fyrr búið að sauma fyrir og sjóða síðustu keppina en mamma byrjaði að baka smákökur enda veitti ekki af tímanum þar sem;ef minnið svíkur mig ekki; að uppfylla þurfti einhvern lögboðinn lágmarks kvóta af sortafjölda. Hvort það voru 15, 20, 30 eða jafnvel fleiri sortir það man ég ekki. En þetta var allavega Kæru viðskiptavinir Krums ehf. Gleðilega jólahátíð og hjartans þakkir fyrir viðskiptin

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.