Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 16

Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 16
Deloitte óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegrar hátíðar og þakkar samskiptin á árinu sem er að líða. Líkt og undanfarin ár mun Deloitte ekki senda jólakort til viðskiptavina en þess í stað láta andvirði jólakortanna renna til góðs málefnis. Í ár rennur styrkurinn til Stígamóta. Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Hvorki höfundar né gestir létu leiðinlegt hvassviðri og rigningu á sig fá og skelltu sér á Bóka veisluna í Klifi mánu dags­ kvöldið 10. des ember. Bóka­ veislan er einn af stóru við­ burðum aðventunnar í Snæ­ fells bæ og undanfarin ár hafa nem endur 10. bekkjar Grunn­ skóla Snæfellsbæjar haft veg og vanda af henni ásamt kennurum sínum og foreldrum. Áður en hin eiginlega Bóka­ veisla hófst höfðu nemendur ásamt kennurum sínum tekið á móti höfundunum í skólanum og borðað en höfundarnir sem komu að þessu sinni voru Auður Ava Ólafsdóttir, Einar Kárason, Hallgrímur Helgason, Yrsa Sigurðardóttir og Þor­ grímur Þráinsson. Nemendur höfðu útbúið kynningar á höfundunum sem þau fluttu áður en þau lásu úr bókum sínum. Voru kynningarnar mjög skemmtilegar og höfðu nem­ endur sent spurningar á höfundana og unnið þær upp úr svörum þeirra ásamt fleiru. Bækurnar sem lesið var úr voru mjög áhugaverðar og gaman að hlusta á höfundana lesa úr verkum sínum. Náðu þeir oft á tíðum að hrífa áheyrendur með sér með áhrifa miklum lestri. Nemendur seldu svo kaffi og tertusneið í hléi og rann ágóðinn af sölunni í ferðasjóð þeirra. Þegar allir höfundar höfðu lokið við að lesa upp úr bókum sínum færðu 10. bekkingar höfundum þakklætisvott áður en tekin var hópmynd af nemendum og höfundum. Höfundar gáfu sér svo tíma til að árita bækur sínar áður en þeir lögðu af stað aftur heimleiðis. þa Lesið upp úr bókum í Bókaveislu Sendi öllum ættingjum og vinum mínar bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir það liðna. Kær kveðja Bjarni Ólafsson, Geirakoti

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.